Jarðræktarrannsóknir 2013 komnar út

Rit Landbúnaðarháskóla Íslands nr. 47 um Jarðræktarrannsóknir 2013 er komið út. Skýrslan er hefðbundið yfirlit yfir veðurfar og ræktunarskilyrði á landinu árið 2013.  Í skýrslunni eru birtar niðurstöður úr tilraunum með áburð, grasyrki, smára og korn. Auk þess er gerð grein fyrir ýmsum ylræktartilraunum með matjurtir, verkefnum í berjarækt og með tré og runna.   Ritstjóri er Þórdís Anna Kristjánsdóttir.

Ábyrgðarmenn verkefna eru Áslaug Helgadóttir, Christina M. Stadler, Guðni Þorvaldsson, Jón Kr. Arnarson, Jón Hallseinn Hallsson, Jónatan Hermannsson, Magnús Göransson, Ríkharð Brynjólfsson, Samson B. Harðarson, Úlfur Óskarsson og Þóroddur Sveinsson. Nánar á lbhi.is eða Jarðræktarrannsóknir 2013


back to top