Málsvörn svínaræktenda af aðalfundi

Svínaræktarfélag Íslands hefur sent frá sér ályktun í kjölfar aðalfundar þann 26. apríl sl., m.a. vegna neikvæðrar og illa upplýstrar umræðu um matvælaverð á Íslandi og þátt íslensks landbúnaðar, þar á meðal svínaræktarinnar í því. Kemur þar einnig fram að aðalfundurinn líti á loforð ríkisstjórnarinnar til verkalýðshreyfingar í nýgerðum kjarasamningum, um frekari lækkun tolla á innfluttar matvörur, sem hreina aðför að íslenskum landbúnaði.

Aðalfundurinn mótmælir einnig þeim áformum að opna landið fyrir innflutningi á fersku kjöti um mitt næsta ár, sem muni ógna góðu heilbrigði íslensks búfjár og heilnæmi matvæla. Er þess krafist að gripið verði til nauðsynlegra mótvægisaðgerða til verndar innlendri búvöruframleiðslu.

Sauðburðarhelgi um hvítasunnuna í Skagafirði

Um hvítasunnuhelgina verður líf og fjör í Skagafirðinum þegar efnt verður til Sauðburðarhelgar í Syðri-Hofdölum og að Hótel Varmahlíð.

 „Ég er búinn að ganga með þessa hugmynd lengi í kollinum og hef oft hugsað um það hvernig hægt sé að framkvæma það að bjóða fólki að koma og kynnst sveitasælunni og allri þeirri miklu vinnu sem á sér stað í sveitinni á þessum tíma. Nú í apríl ákváðum við að drífa í því að framkvæma þetta og ég hringdi í Svanhildi á Hótel Varmahlíð til að athuga með gistimöguleika og mat. Leist henni svo vel á hugmyndina okkar að við ákváðum að hittast plönuðum dagskránna og settum inn heimsókn í hefðbundið fjós og einnig með róbóta. Síðan skelltum við okkur í að auglýsa þetta og bjóða upp á eina helgi í ár og sjá svo til með framhaldið,“ segir Klara Helgadóttir í Syðri-Hofdölum um tildrög þess að efnt er til þessarar Sauðburðarhelgar.

Hlaut örorku eftir árás kýr

Hæstiréttur hefur ómerkt dóm héraðsdóms Reykjavíkur í máli unglingsstúlku sem varð fyrir því að nýborin kýr réðst skyndilega á hana. Kýrin stangaði stúlkuna og felldi og traðkaði síðan á andliti hennar. Rétturinn vísaði málinu á ný heim í hérað.

Ísframleiðsla hafin í Hornafirði

Hjónin og bændurnir Sæmundur Jón Jónsson og Anne Manly Thomsen í Árbæ á Hornafirði ætla að hefja framleiðslu á ís. Tilraunaframleiðsla er þegar hafin en þau reikna með að ísframleiðslan verði komin í fullan gang seinna í þessum mánuði.

Góðar horfur í loðdýraræktinni

Minkabændur á Íslandi bera sig vel enda hafa gengisbreytingar að undanförnu verið þeim hagstæðar. Björn Halldórsson, formaður félags loðdýrabænda, segir verð á minkaskinnum frá Íslandi vera með því hæsta sem greitt er í heiminum.
Horfur í greininni séu góðar, ekkert bendi til verulegrar framleiðsluaukningar í heiminum næstu 3-4 árin en erfiðara sé að meta eftirspurnina.

Nrf. Hrunamanna hafnar matvælafrumvarpinu

Nautgriparæktarfélag Hrunamanna hélt aðalfund sinn í dag og þar kom fram hörð gagnrýni á matvælafrumvarpið svokallaða. Fundurinn samþykkti ályktun þar sem frumvarpniu er algjörlega hafnað og bent á þær hættur sem skapast geta með innflutningi á hráu kjöti.

Landbúnaðarsýning á Hellu 22.-24. ágúst

Í tilefni af 100 ára afmæli Búnaðarsambands Suðurlands 2008 verður haldin landbúnaðarsýning á Gaddstaðaflötum við Hellu dagana 22.-24. ágúst næstkomandi. Landbúnaðarsýningin á Hellu 2008 verður ein sú stærsta sinnar tegundar sem haldin hefur verið hérlendis um árabil. Sýningin verður þróunar- og tæknisýning jafnframt því sem hún kynnir hlutverk og stöðu íslensks landbúnaðar í þjóðfélaginu. Markmið sýningarinnar er að kynna fjölbreytni íslensks landbúnaðar, hátt tæknistig og þá miklu þekkingu sem er að finna innan greinarinnar.

Guðbjörg Jónsdóttir er nýr formaður BSSL

Nýkjörin stjórn Búnaðarsambands Suðurlands fundaði f.h. í dag en sem kunnugt er voru þau Guðbjörg Jónsdóttir á Læk og Gunnar Kr. Eiríksson í Túnsbergi kjörin í stjórn á aðalfundi BSSL 18. apríl s.l.
Á fundinum skipti stjórnin með sér verkum þannig að Guðbjörg Jónsdóttir er formaður, Egill Sigurðsson er varaformaður, Guðni Einarsson er ritari og Ragnar Lárusson og Gunnar Kr. Eiríksson eru meðstjórnendur.

Hrossaræktendur athugið!

Því miður er ekki hægt að skrá hross í kynbótadóm hér á heimasíðunni í augnablikinu þar sem verið er að vinna í uppfærslu á skráningarforminu. Verið er að taka í notkun öruggt netgreiðslukerfi þannig að öllum öryggisráðstöfunum sé beitt og öryggiskröfum sé fullnægt. 

Vinsælasta nautið?

Á nautaskrá Nautastöðvar BÍ á netinu, www.nautaskra.net, er skemmtilegur pistill eftir Sveinbjörn Eyjólfsson, framkvæmdastjóra Nautastöðvarinnar, þar sem hann veltir fyrir sér hvert sé vinsælasta nautið út frá fjölda útsendra skammta. Grein Sveinbjarnar fer hér á eftir:

Samþykktar tillögur og ályktanir á 100. aðalfundi BSSL

Eftirfarandi tillögur og álögur voru samþykktar á aðalfundi Búnaðarsambands Suðurlands í Aratungu þann 18. apríl s.l:


Tillaga 1
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn í Aratungu 18. apríl 2008, beinir því til stjórnar að auka upplýsingastreymi um starfsemi Stóra- Ármótsbúsins og þær rannsóknir sem þar fara fram. Eins verði tryggð gagnvirk samskipti rannsóknaaðila við bændur á svæðinu.

Frá aðalfundi BSSL

100. aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands fór fram í blíðskaparveðri í Aratungu í gær. Fram í skýrslum formanns og framkvæmdastjóra að reksturinn var samkvæmt áætlun, þó sýnu lakari en árið áður. Tap varð á rekstri BSSL og dótturfélaga og nam það 185 þús. kr. Heildareignir samstæðunnar eru samkv. efnahagsreikningi 221 millj. kr. og skuldir 23,6 millj. kr. Eiginfjárhlutfall er því 90%.

Ný stjórn Búnaðarsambandsins

100. aðalfundi Búnaðarsambands Suðurlands er nú lokið. Á fundinum var kosið um tvo aðalmenn og tvo varamenn í stjórn úr Árnessýslu. Legið hefur fyrir undanfarna mánuði að Þorfinnur Þórarinsson formaður stjórnar myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs og því ljóst að breytingar myndu verða á stjórn.

100. aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands

Í dag, föstudaginn 18. apríl, verður 100. aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn í Aratungu í Biskupstungum og hefst kl. 11.00.
Vegna þessa verður skrifstofa Búnaðarsambandsins á Selfossi lokuð eftir hádegi. Skrifstofur Búnaðarsambandsins á Hvolsvelli, Kirkjubæjarklaustri og Höfn eru lokaðar í dag. Beðist er velvirðingar á þessu en skrifstofur Búnaðarsambandsins opna að venju aftur kl. 8.00 á mánudagsmorgun.
Dagskrá fundarins má sjá með því að smella á „Lesa meira“.

Mestar meðalafurðir í fjósum með mjaltaþjóna

Fjós þar sem notast er við mjaltaþjóna skila að meðaltali meiri afurðum en fjós þar sem mannshöndin sér um mjaltir. Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri búrekstrarsviðs Landbúnaðarháskólans, segir að ástæðan fyrir þessu sé sú að með því að nota mjaltaþjóna séu kýrnar mjólkaðar oftar á sólarhring og það skili sér í meiri afurðum.

Segir landbúnaði og neytendum kunni að vera ógnað

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, var ómyrkur í máli þegar hann spurði Einar K. Guðfinnsson, landbúnaðarráðherra, um afleiðingar þess að matvælalög Evrópusambandsins verði lögfest hér á landi. Sagði hann hagsmunaaðila í landbúnaði fullyrða, að nýja löggjöfin muni dauðrota og eyðileggja íslenskar kjötvinnslur og erlent kjöt muni flæða inn á íslenska markaðinn.

Rekstrargreiningar Sunnu-bænda

Sunnu-bændur eru hvattir til að skila inn rekstrargögnum ársins 2007 um leið og framtöl/ársreikningar liggja fyrir svo hraða megi gerð rekstrargreininga.
Besta formið til úrvinnslu er ársreikningurinn sjálfur og ef bændur vinna gögnin í dkBúbót er hægast að senda hann beint á netfangið margret@bssl.is.

Sunnu-fólk á BSSL

Um 30 bændur fóru í sauðfjárræktarferð

Sunnudaginn 13. apríl síðast liðinn fóru bændur undan Eyjafjöllum og úr Fljótshlíð í sauðfjárræktarferð í Borgarfjörð og vestur í fyrrum Kobeinsstaðahrepp.  Í hópnum voru 30 bændur sem halda sauðfé. Fyrsti  var komið við á Hesti, tilraunabúi Landbúnaðarháskóla Íslands í sauðfjárrækt. Það er alltaf gaman að koma að Hesti og sjá fallegt fé og góða ræktun. Þar voru líka tvær tilraunir í gangi sem hópurinn skoðaði. Næst var komið við hjá Sindra og fjölskyldu í Bakkakoti. Þar var vel tekið á móti hópnum með góðum veitingum og fræðslu um búið. Öllu fé er gefið í gjafagrindur og hinar ýmsu tæknilausnir notaðar til að létta bændum störfin. Tengdaforeldrar Sindra og mágkonur áttu veg og vanda að heimsókninni þar sem Sindri og fjölskylda voru nýkomin heim frá Kanada þar sem Sindri var í námi.

Tillögur til aðalfundar BSSL frá FKS

Tillögur frá Félagi kúabænda á Suðurlandi hafa nú borist og verða þær bornar upp á aðalfundi BSSL næsta föstudag. Tillögurnar eru tvær:

Framkomnar tillögur

Eftirfarandi tillögur hafa borist frá aðildarfélögum Búnaðarsambandsins og verða lagðar fram á aðalfundinum næstkomandi föstudag. Um er að ræða þrjár tillögur frá Félagi sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu, eina frá Búnaðarfélagi Landmanna og eina frá sérstakri nefnd sem stjórn BSSL skipaði eftir síðasta aðalfund og var ætlað að endurskoða starfsemi Búnaðarsambandsins.

back to top