Góðar horfur í loðdýraræktinni

Minkabændur á Íslandi bera sig vel enda hafa gengisbreytingar að undanförnu verið þeim hagstæðar. Björn Halldórsson, formaður félags loðdýrabænda, segir verð á minkaskinnum frá Íslandi vera með því hæsta sem greitt er í heiminum.
Horfur í greininni séu góðar, ekkert bendi til verulegrar framleiðsluaukningar í heiminum næstu 3-4 árin en erfiðara sé að meta eftirspurnina.

Gengisfall íslensku krónunnar hefur haft ýmsar afleiðingar í för með sér. Björn segir að eftir löngu tímabæra leiðréttingu á gengi íslensku krónunnar í mars hafi orðið mikil breyting á stöðu loðdýraræktunarinnar eins og annarra. Hann segir að gengisbreytingin dugi fyrir megninu af fóðurkostnaði dýranna sem sé stærsti kostnaðarliðurinn. ,,Þannig að þetta er allt önnur staða og afkoman í greininni er mjög góð,“ segir Björn.


Horfur í greininni séu góðar, ekkert bendi til verulegrar framleiðsluaukningar í heiminum næstu 3-4 árin en erfiðara sé að meta eftirspurnina. ,,Hún er þó þannig að það er búið að selja meira en helming af allri framleiðslu síðasta árs í heiminum, sennilega yfir 60%, og það að á verði sem er talsvert betra en var í fyrra. Það segir dálítið um eftirspurnina,“ segir Björn.


Á undanförnum 9 árum hafi meðal minkabú á Íslandi stækkað tvöfalt og sú þróun komi til með að halda áfram. ,,Menn munu örugglega núna skoða sinn gang hvað varðar stækkun. Á meðan allt situr fast með fjármagn og annað slíkt þá gera menn ekki neitt en það þarf að undirbúa hlutina og hugsa fram í tímann. Við teljum okkur hafa gert það því að við erum núna að fá annað eða þriðja besta verðið í Evrópu og við nálgumst þá bestu býsna hröðum skrefum þannig að eftir er tekið vegna þess að við höfum verið að vinna í ýmsum langtímamarkmiðum sem eru að skila sér núna,“ segir Björn.


back to top