Nrf. Hrunamanna hafnar matvælafrumvarpinu

Nautgriparæktarfélag Hrunamanna hélt aðalfund sinn í dag og þar kom fram hörð gagnrýni á matvælafrumvarpið svokallaða. Fundurinn samþykkti ályktun þar sem frumvarpniu er algjörlega hafnað og bent á þær hættur sem skapast geta með innflutningi á hráu kjöti.

Ályktun fundarins er svohljóðandi:

„Aðalfundur Nautgriparæktarfélags Hrunamanna haldinn 30. apríl 2008 hafnar að öllu leyti frumvarpi landbúnaðarráðherra um evrópska matvælalöggjöf sem lýtur að innflutningi á hráu kjöti.


Fundurinn telur hættu á sjúkdómum sem ekki finnast hér á landi aukast mikið með innflutningi á hráu kjöti og útilokað að koma í veg fyrir smitleiðir og hreinleiki íslenskra búfjárstofna verði í mikilli hættu.“


back to top