Ísframleiðsla hafin í Hornafirði

Hjónin og bændurnir Sæmundur Jón Jónsson og Anne Manly Thomsen í Árbæ á Hornafirði ætla að hefja framleiðslu á ís. Tilraunaframleiðsla er þegar hafin en þau reikna með að ísframleiðslan verði komin í fullan gang seinna í þessum mánuði.

Ísinn verður seldur undir merkjum hollenska fyrirtækisins Farmhouse Icecream. Ísinn á að heita Jöklaís. Hann til sölu beint frá Árbæ en auk þess vonast hjónin til að koma honum á markað „í ríki Vatnajökuls“, eins og Sæmundur segir, sem spannar frá Kirkjubæjarklaustri til Djúpavogs. Til að byrja með verður ísframleiðslan aðeins brot af mjólkurframleiðslu þeirra hjóna.



 


back to top