Greinargerð sem útskýrir afstöðu BÍ

Bændasamtökin sendu í vikunni frá sér svar til nefndasviðs Alþingis vegna beiðnar um umsögn vegna frumvarps um breytingar á matvælalögum. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum telja Bændasamtökin að ekki sé unnt að gefa umsögn um frumvarp innan tilskilins frests, þar sem margt varðandi frumvarpið, aðdraganda þess og framkvæmd er óljóst og umsagnarfrestur afar skammur.

 Samtökin hafa gefið það út að þau leggist gegn afgreiðslu frumvarpsins miðað við þau gögn og upplýsingar sem nú liggja fyrir. Til frekari rökstuðnings sendu Bændasamtökin frá sér greinargerð sem útskýrir þessa afstöðu.


Bréfið til nefndasviðs og greinargerðina í heild sinni má nálgast með því að smella hér.


 


back to top