Námskeið í jarðræktarforitinu Jörð.is
Við minnum á námskeið Endurmenntunardeildar LbhÍ í jarðræktarforitinu jörð.is þar sem fjallað verður um það hvernig bændur geta nýtt sér það til að halda utan um jarðræktarsögu búsins. Jörð.is. Námskeiðið er haldið í samstarfi við Bændasamtök Íslands, Búnaðarsamband Suðurlands og Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda.
Hér á Suðurlandi verða haldin tvö námskeið, þann 15. október á Hellu og 29. október á Höfn.
Haustfundir LK 2010 hefjast fimmtudaginn 14. okt.
Líkt og fyrri ár mun Landssamband kúabænda standa fyrir röð haustfunda á vegum samtakanna. Fyrsti fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 14. október í Þingborg í Flóa kl. 20.30. Sérstakur gestur fundarins er Jón Bjarnason, ráðherra landbúnaðarmála.
Fóðurblandan býður upp á heimsendingarþjónustu á rekstrarvörum
Fóðurblandan hefur nú tekið upp þá nýjung að bjóða upp á heimsendingarþjónustu fyrir rekstrarvörur. Um er að ræða rekstrarvörur eins og vörur frá DeLaval, hreinlætisvörur, saltsteina, bætiefni, kálfamjólk, vítamín og steinefni, svo fátt eitt sé nefnt.
Hægt er að hringja eða senda tölvupóst og vörurnar eru síðan sendar með fóðurbílnum þegar hann kemur til þín næst.
Ekkert í Lífeyrissjóð bænda
Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga er um verulegan niðurskurð að ræða á ýmsum framlögum til landbúnaðarins. Helst ber þar að nefna mikinn niðurskurð á framlögum sem falla innan svokallaðs búnaðarlagasamnings. Er þar um að ræða framlög til Bændasamtaka Íslands og til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins. Framlög til Bændasamtakanna eru þannig skorin niður um 144,6 milljónir króna frá yfirstandandi ári. Þar af er skorið niður um 94,6 milljónir í ráðgjafaþjónustu og búfjárrækt en um 50 milljónir í þróunarverkefnum og markaðsverkefnum. Heildarframlög til Bændasamtakanna verða þannig 394 milljónir króna ef frumvarpið nær fram að ganga en eru 468,6 milljónir króna á yfirstandandi ári.
Niðurstöður úr sýnatöku á verkuðu heyi á gossvæðinu
Komnar eru niðurstöður úr verkuðum heysýnum á gossvæðinu á vefinn hjá okkur. Þann 8. júní 2010 voru nokkrir bæir á áhrifasvæði eldgossins heimsóttir og tekin gróðursýni til steinefnamælinga. Í byrjun september var svo farið á flesta þessa bæi aftur og verkuð heysýni tekin til að skoða hvernig til hefði tekist við heyöflun m.t.t. öskumengunar. Tekin voru 1-5 verkuð heysýni frá hverjum bæ og þeim blandað saman í eitt safnsýni en athugunin gekk út á að taka sýni sem myndu lýsa heildar heyforða búsins sem nota á til að fóðra skepnur nú í vetur.
Góðar erfðaframfarir í ísl. kúastofninum
Samkvæmt nýjum útreikningum frá Ágústi Sigurðssyni, kynbótafræðingi, eru verulegar erfðaframfarir í íslenska kúastofninum. Ef litið er til árabilsins 2000-2009 eru framfarir rúmlega 1,1 kg próteins á ári. Þetta er sambærilegt við það sem gerist í Noregi. Ef horft er á framfarir í mjólkurafköstum þá eru þær ríflega 32 kg á ári að jafnaði á þessu sama tímabili.
Ellefu naut úr 2004 árg. í dreifingu
Í gær fundaði Ræktunarhópur Fagráðs í nautgriparækt. Þar var m.a. farið yfir nýtt kynbótamat og tekin ákvörðun um hvaða naut verða í dreifingu á næstu mánuðum. Ákveðið var að setja í dreifingu 11 ný naut úr 2004 árgangnum. Þannig koma þeir Stássi 04024, Stíll 04041 og Ári 04043 til dreinfgar sem nautsfeður. Önnur naut sem koma til dreifingar úr þessum árgangi eru; Grikkur 04004, Þinur 04006, Salómon 04009, Hlaupari 04010, Þrumari 04015, Hjálmur 04016, Rauður 04021 og Jaki 04044. Dreifing úr þessum nautum mun hefjast á næstu vikum.
BSSL býður upp á fóðuráætlun í NorFor fóðurmatskerfinu
Dagana 16.-17. september síðastliðinn fóru tveir ráðnautar frá BSSL á vinnufund til Noregs að ræða nýja fóðurmatskerfið NorFor. Ætlunin er að bjóða bændum upp á fría fóðurætlun þennan veturinn meðan ráðnautar og bændur eru að læra á nýtt kerfi. Reynsla þeirra þjóða sem nú nota NorFor-kerfið (Danir, Norðmenn og Svíar) er sú að fóðrun verður bæði markvissari og spara má verulegar fjárhæðir.
MAST fylgist með áhrifum elgossins á heilsufar búfjár
Á vegum Matvælastofnunar hefur verið fylgst með áhrifum eldgossins í Eyjafjallajökli á heilsufar búfjár frá því gosið hófst og verður eftirliti og rannsóknum haldið áfram í haust.
Á yfirstandandi sláturtíð verða tekin sýni úr samtals 60 lömbum frá tólf bæjum og 9 hrossum frá þremur bæjum á áhrifasvæði eldgossins í Eyjafjallajökli. Lungu verða skoðuð á Tilraunastöðinni á Keldum með tilliti til stór- og smásærra breytinga, tennur m.t.t. breytinga í glerungi og flúor verður mælt í kjálkabeinum. Einnig verða tekin lifrar- og mjólkursýni til mælinga á kadmíum, kvikasilfri, blýi og flúor. Viðmiðunarsýni verða tekin úr lömbum og hrossum frá bæjum á Norðurlandi.
Umsóknir um styrki vegna jarðabóta og þróunarverkefna
Við minnum á að umsóknarfrestur styrkja vegna jarðabóta og þróunarverkefna rennur út í þessari viku, þ.e. fimmtudaginn 30. september n.k.
Eftirfarandi styrki er hægt að sækja um núna:
– Endurræktun vegna aðlögunar að lífrænum búskap
– Viðhald framræslu lands vegna ræktunar
– Kölkun túna
– Jarðrækt (korn-, tún- og grænfóðurrækt)
Nýir hrútar á sæðingastöðvunum 2010
Á næstu dögum mun birtast hér á vefnum, í sauðfjárræktarhlutanum undir „Hrútaskrá“, kynning á nýjum hrútum á sæðingastöðvunum sumarið 2010. Á síðustu árum hafa slíkar kynningar verið viðhafðar til að gefa forsmekk að hrútaskrá haustsins.
Hópur nýju hrútanna frá sumrinu telur níu gripi (Því miður drapst einn hrútur eftir að þeir voru komnir í einangrunargirðingarnar). Þessir hrútar eru sóttir vítt og breitt um landið af þeim svæðum sem stöðvarnar hafa leyfi til að sækja slíka gripi, en nær helmingur landsins er bannsvæði í þeim efnum. Birt er mynd af hrútnum og rétt að vekja athygli á því að myndirnar úr annarri einangrunargirðingunni eru teknar það snemma að ullarvöxtur hrútanna er varla kominn nægjanlega vel í gang og þarf að skoða myndirnar með hliðsjón af því. Síðan er örstutt umfjöllun í texta um gripinn. Að lokum er í sérstakt skjal hægt að sækja drög að ættarskrá hrútsins, sem er að vísu ákaflega misítarleg fyrir einstaka gripi. Hrútarnir munu birtast dag frá degi í stafrófsröð.
Ný bók um ostagerð
Við viljum vekja athygli á nýlega útkominni bók sem heitir Heimavinnsla mjólkurafurða – Ostagerð. Bókin byggir á efni sem tekið var saman vegna námskeiða sem Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands hélt á fyrri hluta ársins 2009. Þórarinn Egill Sveinsson mjólkurverkfræðingur fór þá víða um land og kenndi fólki undirstöðuatriði í ostagerð í heimahúsum. Fljótt kom í ljós mikill áhugi á ostagerð og var þess farið á leit við Þórarin Egil að hann setti saman bók um efnið. Starfsmenntaráð styrkti útgáfuna.
Bjargráðasjóður hefur greitt um 65 milljónir í bætur
Bjargráðasjóður hóf greiðslur vegna tjóna af völdum eldgossins í Eyjafjallajökli um miðjan júnímánuð síðastliðinn og hefur greitt út bætur jafnt og þétt frá þeim tíma. Verkefni sjóðsins vegna eldgossins eru margvísleg. Stærstu liðirnir eru tjón á ræktarlandi, tjón á girðingum, hreinsun skurða, hagaganga, kaup og flutningar á heyi og flutningar á búfé. Einnig eru dæmi um að slíkt magn eðju hafi farið yfir ræktarland að nauðsynlegt hefur reynst að fjarlæga hana áður en hægt hefur verið að ráðast í endurrækt.
Alls hafa 35 tjónatilkynningar borist Viðlagatrygginu
Formlega séð er gosinu í Eyjafjallajökli ekki lokið enn. Það er Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra sem tekur ákvörðun um hvenær goslokum verður lýst yfir en að sögn Ágústs Gunnars Gylfasonar hjá Almannavörnum er engu hægt að spá um hvenær sú ákvörðun verði tekin. „Eins og er hefur ekki verið ekki verið tekin ákvörðun um að lýsa því yfir að gosinu sé lokið og það er bara ákvörðun sem við endurskoðum og förum yfir með reglulegu millibili. Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvenær verður næst farið yfir stöðuna.“ Þetta hefur áhrif á bótagreiðslur frá Viðlagatryggingu.
Skylt að meðhöndla líflömb sem flutt eru milli svæða
Við viljum vekja athygli kaupenda líflamba á því að samkvæmt reglugerð um flutning líflamba milli landsvæða er skylt að meðhöndla líflömb með lyfjum gegn sníkjudýrum fyrir flutning. Sérstaklega á þetta við um lömb úr Norðausturhólfi þar sem sérstakir lungnaormar eru landlægir en á þó við um alla flutninga líflamba.
Staða landbúnaðar í samningaferlinu við ESB verði skýrð
Bændasamtök Íslands hafa sent utanríkisráðherra og utanríkismálanefnd bréf þar sem þess er krafist að staða landbúnaðar í samningaferlinu við Evrópusambandið verði skýrð.
Samtökin telja að bæði stjórnvöld og Evrópusambandið hafi þrýst verulega á um að stjórnsýsla og löggjöf verði aðlöguð að reglum Evrópusambandsins meðan á aðildarviðræðunum stendur og áður en aðildarumsóknin hefur fengið stjórnskipulega meðferð. Það sé í andstöðu við það sem sagt var þegar aðildarumsóknin var send.
Slátrun að komast á fullt – vænleiki góður
Lömb virðast koma ágætlega væn af fjalli víðast hvar og meðalfallþungi virðist svipaður eða jafnvel ívið betri það sem af er sláturtíðar en í fyrra. Fram kemur á mbl.is að Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki telji ræktunina vera að skila sér í betra vaxtarlagi.
Einar Hjálmarsson, stöðvarstjóri í sláturhúsi SS á Selfossi segir að lömbin séu ágætlega væn og líti vel út. Meðalfallþungi þar er 16,2 kg það sem af er. Meðalfallþunginn yfir landið hefur síðustu ári verið um 15,5 kg. Einar á von á því að menn hafi verið að láta vænstu lömbin nú í upphafi en telur þó ekki ólíklegt að meðalvigtin verði heldur meiri í ár en undanfarin ár.
Skýra þarf stöðu bænda í lánamálum
Eiríkur Blöndal, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir nauðsynlegt að staða bænda sem tóku gengisbundin lán, verði skýrð hið fyrsta. Hann leggur áherslu á að skuldamál bænda séu meðhöndluð á sama hátt og hjá einstaklingum og heimilum.
Heimaslátrun til eigin nota dæmd lögmæt
Hæstiréttur sýknaði í vikunni þrjá einstaklinga af broti á lögum um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu, heilbrigðisskoðun og gæðamat sláturafurða, með því að slátra 19 lömbum utan löggilts sláturhúss, til eigin nota. Talið var að ekki væri um refsiverða háttsemi að ræða.
Bætir askan uppskeruna?
Þessa dagana stendur kornþresking sem hæðst á Suðurlandi. Góð uppskera virðist vera á korni víðast, þó eitthvað sé það misjafnt milli akra. Undir Eyjafjöllum og víðar í Rangárþingi velta menn því einnig fyrir sér hvort askan úr Eyjafjallajökli og þau næringarefni sem henni fylgdi, hafi góð áhrif á uppskeruna.






