Umsóknir um styrki vegna jarðabóta og þróunarverkefna

Við minnum á að umsóknarfrestur styrkja vegna jarðabóta og þróunarverkefna rennur út í þessari viku, þ.e. fimmtudaginn 30. september n.k.
Eftirfarandi styrki er hægt að sækja um núna:
– Endurræktun vegna aðlögunar að lífrænum búskap
– Viðhald framræslu lands vegna ræktunar
– Kölkun túna
– Jarðrækt (korn-, tún- og grænfóðurrækt)

Rétt er að benda á að lágmarksúttekt á samanlögðu ræktuðu landi er 2 ha og til að standast úttekt á ræktun þarf umsækjandi að leggja fram viðurkennt túnakort. Reglur og upplýsingar um þróunar- og jarðabótaverkefni er að finna hér á heimasíðunni ásamt umsóknareyðublaði. Einnig er hægt að sækja um rafrænt.

Styrkir til þróunarverkefna og jarðabóta 2010

Rafræn umsókn


back to top