Námskeið í jarðræktarforitinu Jörð.is

Við minnum á námskeið Endurmenntunardeildar LbhÍ í jarðræktarforitinu jörð.is þar sem fjallað verður um það hvernig bændur geta nýtt sér það til að halda utan um jarðræktarsögu búsins. Jörð.is. Námskeiðið er haldið í samstarfi við Bændasamtök Íslands, Búnaðarsamband Suðurlands og Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda.
Hér á Suðurlandi verða haldin tvö námskeið, þann 15. október á Hellu og 29. október á Höfn.
Nánari upplýsingar um námskeiðin má sjá undir „Á döfinni“ hérna hægra megin á forsíðunni eða á vef Landbúnaðarháskólans, www.lbhi.is.

Skráið ykkur sem fyrst!


back to top