Nýtt kynbótamat og nautsmæðraskrá

Búið er að uppfæra allt kynbótmat fyrir alla nautgripi í Huppu eins og fram hefur komið. Þá er búið að uppfæra reynd naut í notkun á www.nautaskra.net með nýju kynbótmati en eins og við sögðum frá um daginn koma ellefu naut úr árgangi 2004 til notkunar á næstu dögum.
Þá hefur listi yfir nautsfeður til notkunar næstu mánuði verið uppfærður en þar koma þrjú naut úr 2004 árgangnum inn.
Nautsmæðraskrá fyrir A-Skaft. og Suðurland hefur einnig verið uppfærð hér á síðunni hjá okkur en menn geta einnig séð hvaða nautsmæður eru á viðkomandi búi í gripalistanum í Huppa þar sem þær eru auðkenndar með rauðu flaggi. Þeir sem ekki skila skýrslum rafrænt gegnum Huppu fá sendan lista yfir sínar nautsmæður með næstu mjólkurskýrslu.

Nautsmæðraskrá


back to top