Sunnlendingar nú segjum við NEI

Nú ætlum við að sýna samstöðu með heilbrigðisstofnunum á Suðurlandi vegna niðurskurðar á fjárframlögum ríkisins á næsta ári sem hefur þau áhrif að sjúkrahúsin á Suðurlandi verða lögð niður.
Til að mótmæla þessu verður samstöðufundur úti við Hótel Selfoss ármegin, mánudaginn 11. október kl. 17-19.
Inn í hótelinu verður á sama tíma fundur Sunnlenskra sveitastjórnamanna með heilbrigðisráðherra, þingmönnum og forsvarsmönnum heilbrigðistofnana á Suðurlandi.
Mætum ÖLL og látum í okkur HEYRA

Samband sunnlenskra kvenna 
Verkalýðsfélag Suðurlands
Búnaðarsamband Suðurlands 
Verslunarmannafélag Suðurlands
Báran, stéttarfélag 
Félag iðn og tæknigreina
Félaga opinbera starfsmanna á Suðurlandi 
Drífandi, stéttarfélag
Atorka, félag atvinnurekenda á Suðurlandi 
Efling, stéttarfélag
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga 
Vörður, félag stjórnenda á Suðurlandi


back to top