Ellefu naut úr 2004 árg. í dreifingu

Í gær fundaði Ræktunarhópur Fagráðs í nautgriparækt. Þar var m.a. farið yfir nýtt kynbótamat og tekin ákvörðun um hvaða naut verða í dreifingu á næstu mánuðum. Ákveðið var að setja í dreifingu 11 ný naut úr 2004 árgangnum. Þannig koma þeir Stássi 04024, Stíll 04041 og Ári 04043 til dreinfgar sem nautsfeður. Önnur naut sem koma til dreifingar úr þessum árgangi eru; Grikkur 04004, Þinur 04006, Salómon 04009, Hlaupari 04010, Þrumari 04015, Hjálmur 04016, Rauður 04021 og Jaki 04044. Dreifing úr þessum nautum mun hefjast á næstu vikum.
Þau naut sem tekin verða úr dreifingu eru Spotti 01028, Kappi 01031, Skurður 02012, Skjanni 02030, Birkir 03005, Vængur 03021 og Finnur 03029. Þau fara úr dreifingu ýmist vegna þess að sæði úr þeim uppurið eða áhugi fyrir notkun þeirra reyndist lítill.

Ákveðið var að nautsfeður til notkunar næstu mánuði verði þeir Ófeigur 02016, Ás 02048, Gyllir 03007, Tópas 03027, Stássi 04024, Stíll 04041 og Ári 04043.

Kynbótamatið verður uppfært í Huppu innan skamms og einnig munu upplýsingar um þessi naut verða uppfærðar á allra næstu dögum á www.nautaskra.net.


back to top