Góðar erfðaframfarir í ísl. kúastofninum

Samkvæmt nýjum útreikningum frá Ágústi Sigurðssyni, kynbótafræðingi, eru verulegar erfðaframfarir í íslenska kúastofninum. Ef litið er til árabilsins 2000-2009 eru framfarir rúmlega 1,1 kg próteins á ári. Þetta er sambærilegt við það sem gerist í Noregi. Ef horft er á framfarir í mjólkurafköstum þá eru þær ríflega 32 kg á ári að jafnaði á þessu sama tímabili.
Varðandi aðra þætti er einnig um verulegar framfarir að ræða og þá einkum varðandi þætti eins og júgur- og spenagerð. Skoða má yfirlit um þróunina frá 1970 undir „Annað“ í valröndinni efst á www.nautaskra.net og velja síðan „Erfðaframvinda“. Einnig má nota hlekkinn hér að neðan.

Erfðaframvinda á nautaskra.net


back to top