Vænta má mikilla vatnavaxta

Búast má við að mikið hækki í ám og að einhverjar ár flæði yfir bakka sína en Veðurstofan varar við stormi og asahláku. Vatnamælingar fylgjast grannt með þróun mála að sögn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru í viðbragðsstöðu ef þörf krefur.

Ógreind hrossasótt á Kjalarnesi

Upp er kominn ógreindur hrossasjúkdómur í Norðurgröf á Kjalarnesi. Fram kemur á vef hestamannafélagsins Harðar að sjúkdómnum fylgi hiti og niðurgangur og að einkennanna hafi orðið vart hjá fjölda hrossa í 40 hesta húsi. Einn hestur hefur þegar drepist úr sóttinni og stendur til að hann verði krufinn.
Nokkrir hestar úr umræddu hesthúsi voru fluttir í hesthúsahverfi Harðar áður en sjúkdómsins varð vart. Ákveðið verður á næstu klukkustundum hvort hverfinu verður lokað vegna þessa en þeim tilmælum er beint til hestamanna að flytja ekki hesta til eða frá hverfinu.

Fullkominn einhugur um andstöðu gegn ESB

Á fundi um Evrópusambandsmál sem haldinn var í Bændahöllinni í gær með fulltrúum búgreinafélaganna, búnaðarsambandanna og afurðastöðvanna kom fram mikill einhugur um andstöðu gegn inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Bændasamtökin boðuðu til fundarins en tilgangur hans var að ræða málin og fá fram sjónarmið um næstu skref í Evrópusambandsumræðunni.

Íslenskir lántakendur njóta mismunandi vaxtaálagskjara í bönkunum

Vextir á millibankamarkaði í London, svokallaðir LIBOR vextir, hafa lækkað verulega á undanförnum mánuðum í helstu myntum. Þessi þróun er jákvæð fyrir íslensk fyrirtæki og heimili þar sem vaxtabyrði af erlendum lánum lækkar. Mismunandi vaxtaálag íslensku bankanna hefur þó í för með sér að íslenskir lántakendur gjaldeyrislána njóta lækkunar LIBOR vaxtanna mismunandi mikið.

Vextirnir eru að sliga bændur

Kostnaður við mjólkurframleiðsluna var langmestur á Íslandi árið 2007 ef miðað er við flestöll lönd í heiminum, samkvæmt Dairy Report 2008.
Í yfirliti frá norskri stofnun sem stundar rannsóknir í landbúnaðarhagfræði kemur fram að Íslendingar hafi mun dýrari framleiðslu miðað við meðalstærð á búi en aðrar þjóðir. Íslendingar hafi um 40 kýr að meðaltali og framleiðslan kosti um 187 krónur íslenskar á kílóið. Mjólkurframleiðslan í Sviss sé næstdýrust. Þar séu búin helmingi minni og kostnaðurinn um 136 krónur á kílóið af mjólkinni. Norðmenn eru í fjórða sæti yfir dýrustu framleiðsluna. Í Noregi eru búin svipuð að stærð og í Sviss og þar nemur kostnaðurinn rúmum 100 krónum á kílóið. Stærst eru hins vegar kúabúin á Nýja-Sjálandi með um 307 kýr og þar er kostnaðurinn langminnstur, tæpar 34 krónur á kílóið.

Skuldastaða sunnlenskra kúabúa

Miklar umræður hafa verið í samfélaginu undanfarið um skuldastöðu heimila og einstakra atvinnugreina. Í bændastétt hafa sjónir manna m.a. beinst að kúabændum vegna þeirrar hröðu uppbyggingar sem þar hefur átt sér stað á undanförnum misserum og árum. Vegna umræðunnar og fjölda fyrirspurna ákváðu ráðunautar BSSL sem komið hafa að rekstrarráðgjöf því að taka stöðuna á sunnlenskum kúabúum og er niðurstaðan eftirfarandi:

Gæti þurft að henda þúsundum plantna

Gert er ráð fyrir miklum niðurskurði á framlögum til skógræktarverkefna í tillögum ríkisstjórnarinnar að breyttum fjárlögum fyrir árið 2009. Alls nemur niðurskurðurinn tæpum 112 milljónum króna í landshlutabundnum skógræktarverkefnum en heildarupphæðin sem ætluð er til málaflokksins er 447,7 milljónir króna. Er það um 20 prósenta niðurskurður á framlögum frá því sem lagt var til þegar fjárlagafrumvarpið var fyrst lagt fram. Heildarupphæð sem áætluð er til þessara verkefna á árinu 2009 er því 65,7 milljónum krónum lægri en sú upphæð sem rann til málaflokksins á fjárlögum líðandi árs en þá var framlagið 513,4 milljónir króna. Auk þess er gert ráð fyrir að skorið verði niður í rannsóknum í skógrækt í þágu landbúnaðarins um 1,3 milljónir króna.

Einkunn fyrir gerð aldrei verið hærri

Landssamtök sauðfjárbænda hafa birt helstu niðurstöður kjötmats á dilkakjöti í sláturtíðinni 2008 þ.e. 1. september til loka október. Alls var slátrað á þessum tíma tæplega 491.000 dilkum í 8 sláturhúsum. Það er tæplega 10 þúsund fleiri en í fyrra. Meðalvigt var nú talsvert hærri en í fyrra eða 15,90 kg samanborið við 15,31 kg í fyrra eða 0,59 kg þyngri. Heildarframleiðsla á þessu tímabili er 7.802 tonn af kjöti, eða 440 tonnum meira en í fyrra.

Kúabændur uggandi um efndir mjólkursamnings

Á vef Landssambands kúabænda er greint frá því að eftir lauslega skoðun virðist sem fjárlagafrumvarp næsta árs geri ráð fyrir að allar greiðslur til kúabænda sem mjólkursamningurinn mælir fyrir um, verði mánuð hvern árið 2009 sama eða mjög svipuð upphæð eins og greitt var fyrir í desember 2008, óháð verðbólgu á árinu 2009.
Ástæða uggs Landssambands kúabænda er eftirfarandi fréttatilkynning sem fjármálaráðuneytið sendi frá sér í dag:

Hross í kaupstaðarferð á Selfossi

Sex hross brugðu sér í kaupstað í nótt, spókuðu sig á götum Selfoss og hópuðust saman við pósthúsið, líkt og þau ættu erindi þangað. Allir tiltækir lögreglumenn lögðust í smölun og tókst að reka þau inn í gerði í hesthúsahverfinu í austurjaðri bæjarins.

Af vettvangi Félags kúabænda á Suðurlandi

Félagsráð Félags kúabænda á Suðurlandi hélt fund í Árhúsum á Hellu 9. des. sl. Á fundinum voru rædd ýmis hagsmunamál kúabænda með sérstakri áherslu á fjárhagslega stöðu kúabænda. Fram kom að þeir fundarmenn sem hafa óskað eftir frystingu á afborgunum erlendra lána hjá lánastofnunum hafa fengið hana, oftast í 4 til 6 mánuði. Á fundinum var ákveðið að stjórn félagsins myndi óska eftir fundi með fulltrúum helstu viðskiptabanka kúabænda á svæðinu til að fara yfir stöðu kúabænda almennt og þá fyrirgreiðslu sem nauðsynleg er af hálfu lánveitenda næstu mánuði.

Viagra hjálpar til við sauðfjárkynbætur

Á Sauðfjársæðingarstöð Suðurlands er nú unnið við sæðistöku úr hluta af bestu kynbótahrútum landsins. Hrútasæðið er síðan sent ferskt hvert á land sem er þar sem sauðfjárbændur nýta sér sæðið til kynbóta á sínu fé. Ýmis vandamál geta komið upp á Sauðfjársæðingarstöðinni eins og annars staðar en starfsmenn stöðvarinnar deyja sjaldan ráðalausir…

Alíslenskt heilhveiti frá Þorvaldseyri

Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, kynnir í dag alíslenskt heilhveiti sem hann hefur ræktað. Ólafur nýtir jarðvarma til að rækta vetrarhveitið. Hann kynnir heilhveitið í heilsubúðinni „Góð heilsa gulli betri“ og býður upp á nýbakað brauð og vöfflur úr hveitinu.

Stuðningsyfirlýsing frá norrænum bændasamtökum

Bændasamtökum Íslands hefur borist stuðningsyfirlýsing frá norrænum systurhreyfingum þess. Í yfirlýsingunni lýsa bændasamtök Danmerkur, Svíþjóðar, Finnlands og Noregs sérstakri samstöðu með íslensku bændastéttinni í þeim erfiðu efnahagsaðstæðum sem nú eru uppi í íslensku þjóðfélagi. Í yfirlýsingunni skora formenn norrænu bændasamtakanna á íslensk stjórnvöld að tryggja framtíð íslensks landbúnaðar með öllum ráðum.

Atvinnustyrkir til kvenna

Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, veitti í gær 50 milljónir króna í atvinnustyrki til kvenna við athöfn sem fram fór í Þjóðmenningarhúsinu. Verkefnin að þessu sinni voru afar fjölbreytt, svo sem þjónusta af ýmsu tagi, framleiðsla, hönnun og félagsleg verkefni. Tíu umsækjendur fengu hæsta mögulegan styrk, 2 milljónir króna fyrir hvert verkefni. Að jafnaði hafa verið til ráðstöfunar um 15–20 milljónir króna. Styrkfjárhæðin var hins vegar hækkuð verulega á þessu ári og voru samtals 50 milljónir króna til úthlutunar. Tæplega 250 umsóknir bárust sjóðnum en styrkir voru veittir til 56 verkefna. Tæplega helmingur styrkjanna rennur til verkefna á höfuðborgarsvæðinu en rúmur helmingur til verkefna vítt og breitt um landið.

ESB-aðild verri en kreppan

Gangi Ísland í Evrópusambandið verður hægt að afskrifa sumar búgreinar segir Sigurgeir Hreinsson, formaður Búnaðarsambands Eyjafjarðar, sauðfjárræktin stæði einna skást ef til ESB-aðildar kæmi. Hann segir efnahagskreppu landsins smámál miðað við inngöngu í Evrópusambandið.

Stefnt að sérhæfingu í kornrækt í Drangshlíð

Í Bændablaðinu sem kemur út á morgun er rætt við ungan kornbónda undir Eyjafjöllum, Þórarinn Ólafsson í Drangshlíð 2. Þar er rekið myndarlegt kornræktarbú, Drangshlíðarbúið ehf., í eigu hjónanna Ólafs S. Gunnarssonar og Önnu Jóhönnu Þórarinsdóttur, auk sonar þeirra Þórarins. Það eru feðgarnir Ólafur og Þórarinn sem saman standa að rekstrinum og er markmið þeirra að Drangshlíð 2 verði fyrsta sérhæfða kornræktarbýli landsins.

Bylting í nautgriparækt!

Í fréttabréfi Dansk kvæg sem kom út þann 14. nóvember sl., segir frá byltingarkenndri tækni sem búið er að taka í notkun í ræktunarstarfinu þar í landi. Frá því í sumar hefur Viking Genetics valið nautkálfa til notkunar á grunni erfðaprófa, í stað afkvæmaprófa sem tíðkast hafa í áratugi. Er það mat manna, að þessi tækni eigi eftir að valda svipaðri byltingu á ræktunarstarfinu og þegar sæðingar komu til sögunnar fyrir tæpum 70 árum.

Uppeldi og fóðrun kvígna

Við minnum á námskeið sem Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands býður nú fram fyrir bændur sem hefur það að markmiði að gefa markvissar leiðbeiningar um helstu þætti er varða uppeldi á kvígum til viðhalds kúastofninum. Námskeiðið fer fram fimmtudaginn 20. nóvember næstkomandi að Reykjum í Ölfusi. Enn er hægt að skrá sig á námskeiðið í netfang endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5033 / 843 5302.

Kúabændur, látið þetta tækifæri ekki framhjá ykkur fara!!!

Riða komin upp í Álftagerði í Skagafirði

Riða hefur fundist á bænum Álftagerði í Skagafirði og ljóst er að skera þarf niður allan fjárstofninn á bænum, ríflega fjögur hundruð fjár. Gísli Pétursson bóndi í Álftagerði segir þetta mikið áfall. „Við fórum að taka eftir óeðlilegri hegðun í nokkrum kindum þegar við fórum að hýsa núna í haust. Það hafa verið ríflega tíu tvævetlur sem að voru að haga sér óeðlilega og við kölluðum auðvitað bara á dýralækni. Hann tók sýni úr þeim sem var sent í ræktun. Niðurstaðan kom í gær og var með þessum hætti, því miður.“

back to top