Starfsmannabreytingar á BSSL

Um áramótin hætti Þorsteinn Ólafsson dýralæknir störfum hjá Búnaðarsambandinu eftir 22 ára starf en hann hefur tekið við af Sigurði Sigurðarsyni sem sérgreinadýralæknir nautgripa- og sauðfjársúkdóma hjá Matvælastofnun. Sömuleiðis hætti Bjarni Böðvarsson fyrir aldurs sakir hjá Kynbótastöðinni en hann hefur starfað þar sem frjótæknir frá árinu 1960. Hermann Árnason fv. sláturhússtjóri SS á Selfossi hefur verið ráðinn í hans stað.

Margrét Ósk Ingjaldsdóttir ráðunautur fer í fæðingarorlof til eins árs um næstu mánaðarmót. Unnið er að ráðningu á starfsmanni í fjármálaráðgjöf tímabundið til eins árs í hennar stað. Fanney Ólöf Lárusdóttir kemur úr fæðingarorlofi 9. febrúar. María Karen Ólafsdóttir kemur til starfa við bændabókhaldið þegar kemur að skattframtalsgerð.

Nýir menn hafa verið ráðnir á klaufskurðarbásinn en það eru Sigmar Aðalsteinsson frá Jaðri (Kolsholti) og Þorsteinn Logi Einarsson frá Egilsstaðakoti.

Samstarfsfólk á BSSL þakkar fráfarandi starfsmönnum fyrir frábært samstarf og býður nýja starfsmenn velkomna til starfa.

Fráfarandi starfsmönnum voru þökkuð góð störf í þágu Búnaðarsambands Suðurlands og sunnlenskra bænda í lok ársins. Hér má sjá Guðbjörgu Jónsdóttur, formann BSSL og Svein Sigurmundsson, frkv.stjóra BSSL afhenda Þorsteini Ólafssyni örlítinn þakklætisvott.


back to top