Dómar falla í þjóðlendumálum í Skaftárhreppi

Tveir dómar í þjóðlendumálum gengu í Hæstarétti í gær og vann íslenska ríkið annað málið en tapaði hinu. Í fyrrnefnda málinu kröfðust landeigendur þess að úrskurður óbyggðanefndar yrði felldur úr gildi að því er varðaði mörk þjóðlendu á Síðumannaafrétti gagnvart eignarlöndum jarðanna Mörtungu, Prestbakka og Prestbakkakots og að mörkin yrðu dregin eftir nánar tilgreindum merkjum.

Fallist á þjóðlendur jarða á Síðumannaafrétti

Tveir dómar í þjóðlendumálum gengu í Hæstarétti í gær og vann íslenska ríkið annað málið en tapaði hinu. Í fyrrnefnda málinu kröfðust landeigendur þess að úrskurður óbyggðanefndar yrði felldur úr gildi að því er varðaði mörk þjóðlendu á Síðumannaafrétti gagnvart eignarlöndum jarðanna Mörtungu, Prestbakka og Prestbakkakots og að mörkin yrðu dregin eftir nánar tilgreindum merkjum.

Hvað er stórt og hvað er lítið?

Eldri borgarar á Íslandi  hafa upplifað gríðarlegar breytingar á sinni ævi. Gamalreyndur bóndi í Flóanum setti hlutina í skemmtilegt samhengi þegar hann heyrði í fréttum að verið væri að opna nýja leikfangaverslun í Reykjavík. Þegar hann heyrði að búðin væri á 6.000 fermetrum varð honum á orði…“Ja hérna, þetta er heil dagslátta!“

Jóna Fanney ráðin framkvæmdastjóri

Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjarstjóri á Blönduósi, hefur sagt upp starfi sínu. Ástæðan er sú að hún hefur ráðið sig sem framkvæmdastjóra Landsmóts hestamanna, sem haldið verður á
Gaddstaðaflötum við Hellu í júlí á næsta ári.

Hjákátlegt að tala um 128 Kb/s flutningsgetu sem alþjónustu

Vegna fréttar um framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu til Símans er ekki laust við að manni finnist hjákátlegt að tala um 128 Kb/s eða ISDN sem alþjónustu fyrir þá íbúa landsins sem búa í dreifbýli. Slík tenging getur í dag alls ekki talist ásættanleg og setur fólki og atvinnulífi í dreifbýli miklar skorður og takmarkar mjög samkeppnishæfni þeirra sem við slíkt búa.

Síminn fær 163 milljón króna framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu

Að því er fram kemur á Póst- og fjarskiptastofnunar hefur úrskurðarnefnd fjarskipta og póstmála hefur úrskurðað í máli Símans hf. gegn Póst- og fjarskiptastofnun í ágreiningsmáli um framlag úr jöfnunarsjóði vegna kostnaðar við gagnaflutningsþjónustu með 128 Kb/s flutningsgetu í sveitum.

Klaufskurðarbásinn er kominn

Klaufskurðarbás Kynbótastöðvar Suðurlands er kominn og tilbúinn að takast á við verkefni. Kynbótastöðin mun annast rekstur básins og klaufskurðarmeistari Kynbótastöðvarinnar verður Guðmundur Skúlason (Mummi) sem sunnlenskir bændur þekkja sem afleysingamann í sæðingum. Ekki er boðið upp á að bændur fái básinn leigðan til að annast klaufskurðinn sjálfir.

Bein útsending úr fjósinu fyrir ferðamenn

Á ferðaþjónustustaðnum Brunnhól á Mýrum gefst nú gestum kostur á að fylgjast með því sem gerist í fjósinu á staðnum í sjónvarpskerfi hússins og geta þeir setið inná sínum herbergjum og fylgst með mjöltum, kálfsburði eða hverju því sem fram fer í fjósinu.

Þrífösun rafmagns

Jón Bjarnason, alþm., hefur lagt fram eftirfarandi fyrirspurn til iðnaðarráðherra um þrífösun rafmagns:

Erfðabreytt aðföng í landbúnaði

Þuríður Backman, alþm., hefur lagt fram eftirfarandi fyrirspurn til landbúnaðarráðherra um erfðabreytt aðföng í landbúnaði:

Alþjónusta fyrir alla

Fyrr á þessu ári birti Póst- og fjarskiptastofnun samráðsskjal vegna útnefningar fjarskiptafyrirtækis með alþjónustuskyldur. Alþjónusta snýst um möguleika allra notenda til að hafa aðgang að tiltekinni lágmarksþjónustu eins og hún er skilgreind í lögum um fjarskipti, óháð því hvar þeir búa eða kringumstæðum að öðru leyti, t.d. fjárhagslegum.

Landbúnaðaráðuneytið hyggst einfalda stjórnsýslu

Landbúnaðarráðuneytið hefur gefið út áætlun um einföldun regluverks og stjórnsýslu ráðuneytisins sem er liður í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar um Einfaldara Ísland. Öll ráðuneytin hafa gefið út slíkar áætlanir í samræmi við samþykkt ríkisstjórnarinnar í október 2006. Meginábyrgð á framkvæmd hennar er á herðum hvers og eins ráðuneytis en forsætisráðherra hefur yfirumsjón með verkefninu og nýtur við það aðstoðar samráðshóps ráðuneyta, skrifstofu Alþingis, Samtaka atvinnulífsins, Alþýðusambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Tvö af stærstu mjólkurbúunum að sameinast?

Tvö af stærstu mjólkurbúum Bretlands í bændaeigu, Milk Line og First Milk, hafa nú uppi áform um sameiningu. Þessi fyrirtæki eru í eigu 4.250 bænda og árleg velta þeirra nemur rétt tæpum 130 milljörðum kr. Þessi mjólkurbú eru fyrirferðarmikil á breskum markaði fyrir hrámjólk til vinnsluaðila líkt og Arla og Robert Wiseman Dairies.

Fljótshlíðarafréttur er þjóðlenda

Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Suðurlands um að Fljótshlíðarafréttur, Grænafjall, sé skilgreint sem þjóðlenda í samræmi við úrskurð óbyggðanefndar. Hópur landeigenda krafðist þess viðurkenningar á að þeir ættu óskiptri sameign beinan eignarrétt að landinu með tilteknum merkjum en á það féllst Hæstiréttur ekki.

Klaufskurðarbásinn á leiðinni

Eins og kynnt var s.l. vetur hefur Kynbótastöðin fjárfest í klaufskurðarbás sem ætlunin er að starfrækja á vegum stöðvarinnar og bjóða kúabændum upp á klaufsnyrtngu kúa sinna. Afhending bássins hefur af ýmsum orsökum tafist nokkuð en nú hyllir undir komu hans. Básinn er kominn í gám í Danmörku, eins og meðfylgjandi mynd sýnir, og því væntanlegur til landsins innan skamms.

Fjaðrir reyttar af ráðuneyti

Skógrækt ríkisins, Landgræðsla ríkisins og Vatnamælingar ríkisins munu færast frá landbúnaðarráðuneytinu um áramótin, skv. minnisblaði um breytingar á verkaskiptingum ráðuneyta sem forsætisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær.

Samanburður á aðferðum við fóðrun mjólkurkúa í lausagöngufjósum

Síðastliðinn föstudag (21. sept.) varði Unnsteinn Snorri Snorrason meistararitgerð sína við auðlindadeild Landbúnaðarháskóla Íslands. Verkefni Unnsteins er á sviði búvísinda og nefnist „Samanburður á aðferðum við fóðrun mjólkurkúa í lausagöngufjósum”. Prófdómari var Jóhannes Sveinbjörnsson, dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands, en í meistarprófsnefnd voru Dr. Daði Már Kristófersson, sérfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands aðalleiðbeinandi og Dr. Torfi Jóhannesson, verkefnastjóri hjá vaxtarsamningi Vesturlands, meðleiðbeinandi.


Unnsteinn Snorri starfar nú sem bygginga- og bútækniráðunautur hjá Byggingaþjónustu Bændasamtaka Íslands.

Landstólpi ehf. með lægsta tilboð í nýja nautastöð

Tilboð í byggingu nýrrar Nautastöðvar BÍ á Hesti í Borgarbyggð voru opnuð á skrifstofum Bændasamtaka Íslands í dag. Viðstaddir voru nokkrir bjóðendur en alls buðu fjögur fyrirtæki í verkið. Húsið er alls 1.294 fermetrar, sérhannað fjós fyrir kynbótanaut og nautkálfauppeldi með tilheyrandi aðstöðu, s.s. fóðurgeymslu, sæðistökurými, rannsóknastofu, skrifstofu o.fl.

Bændur skynja miklar breytingar á eignarhaldi bújarða

Mikill meirihluti bænda, eða 92%, telja það mikilvægt að landbúnaður sé stundaður á nágrannajörðum þeirra og 72% þeirra telja að breytingar á eignarhaldi jarða síðastliðin 10 ár hafi haft áhrif á búsetu í sveitum. Þetta kemur m.a. fram í rannsókn á samfélagslegum áhrifum vegna breytts eignarhalds bújarða sem Rannsóknamiðstöð Háskólans á Bifröst hefur unnið fyrir Bændasamtökin. Það er eindreginn áhugi bænda á því að land verði áfram tiltækt til landbúnaðar en almennt eru svarendur á móti samþjöppun í landbúnaði. Þó nokkur breytileiki er á viðhorfum bænda sem búa á sunnanverðu landinu eða fyrir norðan.

Kunnur stóðhestur í slæmu ástandi eftir veru í girðingu

Stjórn félagsins Torfuness Blæs ehf. hefur segir að stóðhesturinn Blær frá Torfunesi hafi sætt slæmri meðferð í girðingu á Suðurlandi þar sem hann tók á móti hryssum. Fram kemur í yfirlýsingu frá stjórninni, að málið hafi verið tilkynnt til dýraverndunaryfirvalda og verði rekið í þeim farvegi.
Að sögn Baldvins Kr. Baldvinssonar, eins af eigendum félagsins, er hesturinn ekki veikur og étur vel en það geti tekið langan tíma fyrir hann að ná fyrra þreki og þoli.

back to top