Jóna Fanney ráðin framkvæmdastjóri

Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjarstjóri á Blönduósi, hefur sagt upp starfi sínu. Ástæðan er sú að hún hefur ráðið sig sem framkvæmdastjóra Landsmóts hestamanna, sem haldið verður á
Gaddstaðaflötum við Hellu í júlí á næsta ári. Jóna Fanney hefur verið bæjarstjóri á Blönduósi í fimm ár og hefur alltaf verið áhugamaður um íslenska hestinn, hefur t.d. farið með ferðamenn yfir Kjöl á hestum.


back to top