Hvað er stórt og hvað er lítið?

Eldri borgarar á Íslandi  hafa upplifað gríðarlegar breytingar á sinni ævi. Gamalreyndur bóndi í Flóanum setti hlutina í skemmtilegt samhengi þegar hann heyrði í fréttum að verið væri að opna nýja leikfangaverslun í Reykjavík. Þegar hann heyrði að búðin væri á 6.000 fermetrum varð honum á orði…“Ja hérna, þetta er heil dagslátta!“

Til frekari útskýringa er dagslátta skák af túni eða engi sem talið var eitt dagsverk að slá. Samkvæmt íslenskri orðabók er dagslátta u.þ.b. 6000m2 (t.d. 100×60 m.)


back to top