Bein útsending úr fjósinu fyrir ferðamenn

Á ferðaþjónustustaðnum Brunnhól á Mýrum gefst nú gestum kostur á að fylgjast með því sem gerist í fjósinu á staðnum í sjónvarpskerfi hússins og geta þeir setið inná sínum herbergjum og fylgst með mjöltum, kálfsburði eða hverju því sem fram fer í fjósinu.

Við létum setja eftirlitsmyndavélar upp í fjósinu og eru þær tengdar inn á sjónvarpskerfið á staðnum segir Sigurlaug Gissurardóttir ferðaþjónustubóndi, Við vorum í fyrstu hálfsmeik við þetta og áttum eins von á að gestir okkar mundu sækja meira í fjósið en þangað vilja margir ferðamenn koma og fylgjast með daglegum störfum þar. Reyndin varð þó önnur gestkomum í fjósið fækkaði og fólk er mjög ánægt með að geta setið í sínum herbergjum og fylgst með fjósstörfunum og því sem þar er um að vera. Yfir sumarið er lítið um að vera í fjósinu nema á mjaltatímum en í byrjun september byrja kýrnar að bera og þá eru margir sem fylgjast vel með og hvernig kálfunum gengur að fóta sig. Talsvert er um komur ferðamanna ennþá og útlit á að svo verði fram í október.

Það er mjög þægilegt að hafa eftirlitsvélarnar og sparar okkur mörg sporin t.d. á burðartíma segir Sigurlaug, eins sést þar vel ef einelti á sér stað í kúahópnum bæði þegar þær eru að komast að vatninu og fóðrinu, þær eru nefnilega ekkert frábrugðnar mannfólkinu hvað þetta snertir blessaðar sagði Sigurlaug.

Á Brunnhól eru 40 mjólkurkýr og annað eins af nautgripum í uppeldi. Mjólkurframleiðsla miðað við síðasta framleiðsluár var 250 þúsund lítrar og meðalnyt eftir kú er vel yfir 6.000 lítra. Mjólkurhæstu kýrnar mjólka um 40 lítra á dag.


back to top