Þrífösun rafmagns

Jón Bjarnason, alþm., hefur lagt fram eftirfarandi fyrirspurn til iðnaðarráðherra um þrífösun rafmagns:
    1.      Hve mörg lögbýli og þorp eiga ekki kost á tengingu við þriggja fasa rafmagn og hvernig skiptast þau eftir landshlutum?
    2.      Hve margir raforkukaupendur fá aðgang að þriggja fasa rafmagni árin 2006 og 2007 og hvernig skiptast þeir landfræðilega?
    3.      Hve miklu fé er varið á þessu ári til þrífösunar rafmagns í dreifbýli?
    4.      Liggur fyrir kostnaðargreind framkvæmdaáætlun og pólitísk stefnumörkun um lagningu þriggja fasa rafmagns til þeirra staða sem ekki hafa aðgang að því nú, sbr. svar iðnaðarráðherra um það efni frá 131. löggjafarþingi (104. mál)?


back to top