Engin kúvending orðið

„Það hefur engin kúvending orðið,“ sagði Einar K. Guðfinnsson landbúnaðarráðherra þegar hann var spurður hvort afstaða stjórnvalda hefði breyst til innflutnings mjólkurkúa af erlendu kyni.

„Það eina sem gerst hefur er að Landssamband kúabænda hefur kynnt skýrslu sem það lét vinna hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Í henni er dregið fram að það gæti lækkað kostnað við mjólkurframleiðslu að taka upp annað kúakyn. Ég hef einfaldlega sagt að þetta sé mál af því tagi sem þurfi umræðu við. Það eru fleiri hliðar sem þarf að skoða. Mér finnst ekki að menn eigi að hrapa að einhverri niðurstöðu áður en sú umræða fer fram. Mér finnst að bændur eigi rétt á að geta rætt þessi mál út frá sínum forsendum,“ sagði Einar.


Hann sagði ekki tímabært fyrir sig að tjá sig um hvenær komi að því að taka afstöðu til þessa máls.


back to top