Fóðrun-reiknilíkön

Gróffóðuröflun kúabúa er stærsti reglulegi kostnaðarliðurinn sem hvert bú þarf að greiða. Margar þær ákvarðandir sem bóndinn þarf að taka snúast á einn eða annan hátt um þennan þátt. Því er mikilvægt að fyrir liggi eitthvert mat á því hve sér raunveruleg þörf búsins fyrir gróffóður áður en teknar eru ákvarðanir um t.d. áburðarkaup o.s.frv. Í upphafi skal endinn skoða…

Hvað þarf ég mikið gróffóður og af hvaða gæðum? – BÍ

Vatn er öllum dýrum nauðsynlegt. Mjólkurkýr í hárri nyt þurfa gríðarmikið vatn. Jafnvel smávægileg takmörkun í vatnsupptöku minnkar þurrefnisát kúnna og þar með nyt. Vatnsþörf gripanna ræðst fyrst og fremst af umhverfishitastigi, þurrefni fóðursins og nythæð kúnna. Hluta af nauðsynlegu vatni fá gripirnir úr fóðrinu sjálfu, þ.e. blautt fóður kallar á minna vatn til beinnar drykkju. Reikna má með að vatnsþörfin aukist um 50% á beitartímabilinu. Reiknið sjálf hver sé vatnsþörfin á dag!

Hver er vatnsþörf nautgripanna minna? – BSSL


ATHUGIÐ!
Til að nota líkönin þarf töflureiknirinn Excel að vera uppsettur í tölvunni hjá þér. Hægt er að ná sér í lítið Excel forrit, s.k. „Excel viwer“ til að bjarga sér með því að
smella hér

back to top