Umfang jarðræktar mest í Rangárvallasýslu
Á s.l. ári voru teknir út 11.907 ha. á landinu öllu vegna greiðslu framlaga út á kornrækt, grasrækt og grænfóðurrækt. Kornræktin er mest að umfangi eða 4.765 ha., grænfóðurræktin litlu minni eða 4.118 ha. og grasræktin nam 3.024 ha. Af einstökum sýslum er umfang jarðræktar sýnu mest í Rangárvallasýslu þar sem kornrækt nam 1.173 ha., grasrækt 581 ha. og grænfóðurrækt 565 ha. Rangárvallasýsla er þannig í heild með 2.319 ha. eða 19,5% af allri korn-, gras- og grænfóðurrækt landsins.
Í eftirfarandi töflu má sjá umfangið á Suðurlandi á síðasta ári eftir sýslum.
Bú sem voru rekstrarhæf fyrir hrun verði tryggður rekstrargrundvöllur
Aðalfundur Landssambands kúabænda var settur í morgun á Hótel Sögu í Reykjavík. Í setningarræðu sinni við upphaf aðalfundar Landssambands kúabænda ræddi Sigurður Loftsson formaður, um skuldastöðu kúabænda í kjölfar bankahrunsins. „Það hefur verið skilyrðislaus krafa Landssambands kúabænda í þessu efni, að öll þau bú sem voru rekstrarhæf fyrir hrun verði það áfram. Undir þessu liggur krafa um að leiðréttur verði eftir því sem aðstæður leyfa sá forsendubrestur sem þarna varð“. Formaður kom einnig inn á í ræðu sinni að mikilvægt væri að jafnræðis verði gætt við úrlausn þessara mála, „miklu skiptir við aðstæður eins og nú að viðhalda trú þeirra, sem þennan rekstur stunda, á framtíðina.
Hveitibjór ættaður af Skógasandi
Þórarinn kornbóndi Ólafsson í Drangshlíð 2 undir Eyjafjöllum vinnur nú að verkefni sem hann kallar Frá akri í glas. Eftir kornvertíðina í haust sl. snéri hann sér að möltun á bygginu sínu og bruggtilraunum. Nú hefur það verkefni verið fullkomnað og blaðamaður varð þess heiðurs aðnjótandi fyrir skemmstu að fá að bragða á ölafurðum Drangshlíðarbúsins.
Bregðist við ef vart verður öskufalls
Jarðvísindastofnun Háskólans hefur nú mælt flúor og sýrsustig í ösku frá eldstöðinni á Fimmvöruhálsi. Sýnin voru tekin úr glerjuðu gjalli frá eldstöðinni og snjó undir Eyjafjöllum. Mæligildi vatnsleysanlegs flúors í sýnunum voru á bilinu 98-112 mg/kg og sýrustigið pH 5,55-6,45.
Sýnin eru gróf aska og gera verður ráð fyrir að flúorgildi séu hærri fjær eldfjallinu þar sem askan er fíngerðari og yfirborð hennar stærra.
Hugsanlegt er að gildin væru allt að 400-500 mg/kg á Mið-Suðurlandi.
Minnum á fundi í kvöld
Í kvöld verða tveir fundir sem rétt er að minna á. Kl. 20.00 verður aðalfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands í Hliðskjálf, félagsheimili hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi. Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf.
Kl. 20.30 hefst svo aðalfundur Félags sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu. Sá fundur verður haldinn í Björkinni á Hvolsvelli.
Bændur og breytingar á fóðurlöggjöf
Á tíunda áratug síðustu aldar komu upp tilfelli kúariðu og díoxínmengunar í matvælum í Evrópu. Orsök þessa var rakin til fóðurs og því þótti ástæða til að breyta matvælalöggjöfinni þannig að hún næði yfir allt matvælaferlið, frá fóðri og frumframleiðslu að matborði neytenda og tryggði þannig örugg matvæli.
Matvælalöggjöfin nýja um öryggi matvæla og fóðurs felur í sér útvíkkun á því hvað „fóðurfyrirtæki“ merkir. Samkvæmt henni eru hefðbundin íslensk bændabýli skilgreind sem fóðurfyrirtæki. Reglugerð um fóður nær því yfir öflun, flutning, geymslu og meðhöndlun bænda á hvers konar fóðri.
Gott að setja út hvítan disk
Búfjáreigendum á áhrifasvæði eldgosins er bent á að fylgjast grannt með mögulegu öskufalli, t.d. með því að leggja út hvítan disk. Verði vart við öskufall er mikilvægt að hýsa það búfé sem er við opin hús eða á útigangi, sé það mögulegt. Þar sem því verður ekki komið við, er nauðsynlegt að sjá dýrunum fyrir hreinu drykkjarvatni og koma í veg fyrir að búféð drekki úr kyrrstæðu vatni svo sem pollum og skurðum þar sem aska getur safnast fyrir. Nauðsynlegt er að gefa dýrunum vel og oft af heyi, svo þau séu síður á beit. Einnig er gott að búféð hafi aðgang að saltsteinum.
Sprungan hugsanlega að stækka
Steinunn Jakobsdóttir jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir hægan stíganda í gosinu á Fimmvörðuhálsi og líklegt er talið að gossprungan hafi nú lengst til norðausturs. Rennsli Krossár jókst skyndilega í morgun og vatnshiti í ánni rauk upp um nokkrar gráður.
Sjónarvottar sögðu í morgun að gossprungan á Fimmvörðuhálsi hefði lengst og að þar hefði sést gufusprenging, sem þýðir að kvikan sem þarna kemur upp, hefur verið að bræða ís eða snjó. Jarðfræðingar á Veðurstofu íslands, sátu á fundi fyrir hádegið til að meta stöðuna.
Vel á þriðja hundrað manns komu á opinn dag á Stóra Ármóti
Síðasta föstudag, 19. mars, var opinn dagur á Tilraunabúinu á Stóra Ármóti þar sem gestum og gangandi var boðið að koma og skoða tilraunafjósið og kynna sér starfsemina. Dagurinn heppnaðist mjög vel og mættu vel á þriðja hundrað manns á svæðið.
Auk kynningar á starfsemi Tilraunabúsins kynnti Búnaðarsambandið m.a. túnkortagerð, Bændasamtök Íslands kynntu gagngrunnana huppa.is og jord.is auk fóðuráætlanagerðar með NorFor. Landbúnaðarháskóli Íslands var með kynningu á tilraunastarfi. Þá var farið yfir kúadóma og sýndur klaufskurður í klaufskurðarbás Kynbótastöðvarinnar.
Eldgos á Fimmvörðuhálsi
Eldgos hófst á Fimmvörðuhálsi á tólfta tímanum á laugardagskvöldið, 20. mars. Þegar í stað var lýst yfir hættustigi og bæir á hættusvæði rýmdir vegna hugsanlegs flóðs ef gosið hefði undir jökli. Síðan þá hefur komið í ljós að ekki er hætta á flóði að svo stöddu en rýming er enn í gildi á eftirtöldum bæjum: Drangshlíðardalur, Núpakot, Þorvaldseyri, Seljavellir, Lambafell, Önundarhorn, Berjanes, Stóra Borg, Eyvindarhólar, Hrútafell, Rauðuskriður, Fljótsdalur, Brú og Leifsstaðir.
Annarri rýmingu er þar með aflétt. Enn er unnið á neyðarstigi. Rýmt verður að nýju ef forsendur breytast.
Liðlega þrír af hverjum fjórum fylgjandi ríkisstuðningi við landbúnað
Í könnun sem fyrirtækið MMR, Markaðs- og miðlarannsóknir ehf., hefur gert kemur í ljós að liðlega þrír af hverjum fjórum aðspurðum, 76,3%, kváðust frekar eða mjög fylgjandi því að ríkið eigi að greiða styrki til íslensks landbúnaðar. Mjög athyglisvert er að ríkisstyrkir til landbúnaðar njóta mest fylgis í yngsta aldurshópnum, 18-29 ára, en þar eru 82,8% frekar eða mjög fylgjandi þeim. Það sama gildir um 73% þeirra sem eru 30-49 ára og 75,5% þeirra sem eru 50-67 ára en könnunin náði til fólks á aldrinum 18-67 ára.
Sláturhúsum er óheimilt að taka við ómerktun hrossum eftir 1. apríl 2010
Reglugerð um einstaklingsmerkingar búfjár tók gildi árið 2005 þar sem m.a. er kveðið á um að skylt sé að skrá og einstaklingsmerkja öll hross eldri en 10 mánaða. Í byrjun voru hross fædd fyrir árið 2003 undanþegin merkingarskyldu en nú hefur sú undanþága verið felld úr gildi. Hross sem fædd eru árið 2008 og síðar skulu vera örmerkt en frostmerki eru viðurkennd í eldri hrossum, að því gefnu að þau séu læsileg.
Taka þyrfti upp nýtt landbúnaðarkerfi
Álit Framkvæmdastjórnar ESB á aðildarumsókn Íslands var til umfjöllunar á fundi sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis í fyrradag að ósk Einars K. Guðfinnssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins.
Hann segir ljóst að aðild að ESB muni hafa gríðarleg áhrif á sjávarútveg og landbúnað hér á landi.
Rannsaka á ormalyfið Albencare frekar
LS hefur borist tilkynning frá Matvælastofnun þar sem að fram kemur að stofnunin hafi tekið beiðni samtakanna um rannsókn vegna lyfsins Albencare til meðferðar.
Ætlunin er að rannsaka málið frekar í samræmi við beiðni LS. Samstarfsnefnd MAST og Lyfjastofnunar hefur jafnframt fundað um hvort taka eigi lyfið af markaði. Nefndin taldi ekki ástæðu til þess á þeim forsendum að ekki væri neinn grunur um óæskilega verkan lyfsins væri það notað í samræmi við gildandi undanþágu. Sú undanþága felur í sér að lyfið eigi að gefa nautgripum.
Neytendur færa sig yfir í ódýrari mjólkurvörur
Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) var sala á mjólkurvörum í fyrra meiri en búist var við í erfiðu efnahagsástandi. Hins vegar breyttist neyslumynstur nokkuð á þann veg að neytendur færðu sig úr dýrari mjólkurvörum í ódýrari mjólkurvörur.
Mjólkurframleiðsla ársins 2009 dróst saman um 0,38% frá árinu á undan og nam tæpum 126 milljónum lítra.
Erlendur í Seglbúðum hlaut Evrópsku landgræðsluverðlaunin
Erlendur Björnsson, sauðfjárbóndi í Seglbúðum í Landbroti, hlaut í gær Evrópsku landgræðsluverðlaunin (The Environment and soil management award) sem ELO-samtökin (European Landowner’s organization) veita árlega. Erlendur hlýtur verðlaunin fyrir uppgræðslu lands og endurheimt raskaðra vistkerfa á jörð sinni. Hann hefur grætt land sitt frá 1982 og frá 1994 innan verkefnisins Bændur græða landið, sem er samstarfsverkefni bænda og Landgræðslu ríkisins.
Sáðvörur lækka í mörgum tilfellum í verði
Fóðurblandan hefur birt sáðvöruverð. Ánægjulegt er að sjá að sáðvara lækkar í mörgum tilfellum og á það einkum við um grasfræ, í sumum tilvikum grænfóðurs. Ef litið er á algengustu tegundir þá lækka grasfræblöndurnar í verði f.f. ári um 4-13%, Vega vallarfoxgras lækkar um 5% en aðrar tegundir vallarfoxgrass hækka um 8%.
Umsóknir um leyfi til að selja líflömb 2010
Sauðfjárbændur sem ætla að sækja um nýtt leyfi til að selja líflömb skulu senda skriflega umsókn til Matvælastofnunar eigi síðar en 1. apríl 2010 á eyðublöðum sem finna má á www.mast.is eða með því að hafa samband í síma 530-4800 og fá þau send.
Sauðfjárbóndi sem nú þegar hefur fengið söluleyfi heldur því milli ára án umsóknar, svo lengi sem hann uppfyllir skilyrði reglugerðarinnar. Tilkynna þarf Matvælastofnun ef óskað er að söluleyfi verði fellt niður og mun stofnunin þá taka nafn búsins af lista yfir bú sem hafa leyfi til að selja líflömb árið 2010.
Aftur milljarða tap vegna svínaræktar
Sjö árum eftir að lánastofnanir þurftu að afskrifa milljarða vegna taps í svínarækt þurfa fjármálastofnanir aftur að taka á sig milljarða tap vegna lánveitinga til svínabúa. Arion banki er enn á ný farinn að reka svínabú, en bankinn er núna með um 25% markaðshlutdeild í svínarækt.
Verð á svínakjöti hefur lækkað mikið að undanförnu. Verðið er núna næstum 40% lægra en það var í ársbyrjun 2008. Þessa lækkun má fyrst og fremst rekja til þess að framleitt er of mikið af svínakjöti í landinu. Markaðurinn hefur verið að dragast saman m.a. vegna þess að landsmönnum hefur fækkað. Þar munar ekki síst um útlendinga sem flutt hafa frá landinu, en þeir eru margir aldir upp við matarmenningu sem byggist á mikilli neyslu á svínakjöti.
Kostnaður við landbúnaðarkerfið mun aukast
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sagði alveg ljóst að kostnaður við stofnanakerfi landbúnaðarins hér á landi muni aukast verulega við aðild að Evrópusambandinu. Hins vegar muni stjórnvöld reyna að ná fram sem hagstæðastri niðurstöðu í aðildarviðræðum.
Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, gerði í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að umtalsefni viðtal í Morgunblaðinu við Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, á laugardag. Þar sagði Jón m.a. að Evrópusambandið gerði kröfur um að komið verði á fót stofnunum hér á landi til þess að hafa umsjón með framkvæmd sameiginlegu landbúnaðarstefnunnar.