Umfang jarðræktar mest í Rangárvallasýslu

Á s.l. ári voru teknir út 11.907 ha. á landinu öllu vegna greiðslu framlaga út á kornrækt, grasrækt og grænfóðurrækt. Kornræktin er mest að umfangi eða 4.765 ha., grænfóðurræktin litlu minni eða 4.118 ha. og grasræktin nam 3.024 ha. Af einstökum sýslum er umfang jarðræktar sýnu mest í Rangárvallasýslu þar sem kornrækt nam 1.173 ha., grasrækt 581 ha. og grænfóðurrækt 565 ha. Rangárvallasýsla er þannig í heild með 2.319 ha. eða 19,5% af allri korn-, gras- og grænfóðurrækt landsins.
Í eftirfarandi töflu má sjá umfangið á Suðurlandi á síðasta ári eftir sýslum.






































Sýsla

Kornrækt, ha


Grasrækt, ha


Grænfóður, ha


Samtals, ha

A-Skaftafellssýsla

205


92


267


564

V-Skaftafellssýsla

125


99


265


489

Rangárvallasýsla

1173


581


565


2319

Árnessýsla

1078


463


570


2111

Samtals

2581


1235


1158


5483


Eins og sjá má í töflunni er umfang korn-, gras- og grænfóðurræktar 5.483 ha. á Suðurlandi á síðasta ári eða 46% af landinu öllu.


back to top