Minnum á fundi í kvöld

Í kvöld verða tveir fundir sem rétt er að minna á. Kl. 20.00 verður aðalfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands í Hliðskjálf, félagsheimili hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi. Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf.
Kl. 20.30 hefst svo aðalfundur Félags sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu. Sá fundur verður haldinn í Björkinni á Hvolsvelli.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf en auk þess verður Sigurgeir Sindri Sigursgeirsson, formaður LS, gestur fundarins.


back to top