Kúabændur og sauðfjárbændur samþykktu búvörusamninga

Eins og fram kemur á vef Bændasamtaka Íslands þá samþykktu bændur nýja samninga um starfsskilyrði nautgripa- og sauðfjárræktar. Atkvæði féllu þannig um sauðfjársamning að 60,4% kjósenda samþykktu samninginn. 37,3% höfnuðu sauðfjársamningnum. Auðir seðlar og ógildir voru 2,3% atkvæða. Alls voru 2944 á kjörskrá og 1671 atkvæði var greitt. Kosningaþátttaka sauðfjárbænda var 56,8%. Atkvæði féllu þannig  Continue Reading »

Atkvæðagreiðslu lýkur 22. mars

Á vef Bændasamtaka Íslands má finna upplýsingar um atkvæðagreiðslu um samninga um starfsskilyrði nautgripa- og sauðfjárræktarinnar, sem fram fer núna meðal bænda. Kosningu lýkur 22. mars bæði rafrænt og þeir sem senda atkvæði sín í pósti, talning atkvæða verður þriðjudaginn 29. mars.   Bændur eru hvattir til að kjósa rafrænt í gegnum Bændatorgið. Til þess  Continue Reading »

Námskeið í frjósemi og beiðslisgreiningu

Nautastöð BÍ. hefur ákveðið í samvinnu við búnaðarsamböndin að halda námskeið í frjósemi og beiðslisgreiningu. Tilgangur með námskeiðinu er að fara yfir nokkra þætti tengda frjósemi nautgripa og þjálfa bændur í að greina beiðsli hjá kúm. Námskeiði er á Stóra Ármóti mánudaginn 7. mars og stendur frá 11.00 og fram til kl 17:00 og er  Continue Reading »

Sókn í landbúnaði – nýr búvörusamningur

Nýtt af vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis: Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og efnahags- og fjármálaráðherra hafa fyrir hönd ríkisins undirritað nýja samninga við bændur; svo kallaða búvörusamninga, en það eru samningar samkvæmt búnaðarlögum og samningar um starfsskilyrði við framleiðslu grænmetis, kindakjöts og nautgripaafurða. Samningunum er ætlað að skapa landbúnaðinum ramma til að auka verðmætasköpun og nýta sem  Continue Reading »

Kosningar um nýja búvörusamninga

Til að taka þátt í rafrænni kosningu um nýja búvörusamninga þarf hver og einn einstaklingur að hafa aðgang að Bændatorginu á sinni kennitölu. Þetta á við um alla sem eru aðilar að félagsbúum og einkahlutafélögum. Einnig maka eða aðra sem reka bú með fleirum en einn er skráður handhafi beingreiðslna. Þeir sem þess óska geta  Continue Reading »

Kjörskrá vegna búvörusamnings í vinnslu

Þessa dagana er verið að vinna að kjörskrá vegna búvörusamnings. Þeir sem kjósa um mjólkursamning: Allir sem hafa fengið greiðslur úr mjólkursamningi á verðlagsárinu 2015, þ.m.t. beingreiðslur, gripagreiðslur og gæðastýringargreiðslur auk aðila að viðkomandi rekstri sem eru félagar í aðildarfélagi BÍ, 18 ára og eldri. Þeir sem kjósa um sauðfjársamning: Allir sem hafa fengið greiðslur úr  Continue Reading »

Námskeið í dkBúbót á Selfossi

Haldið verður námskeið í notkun bókhaldsforritsins dkBúbót á Selfossi 16. febrúar næstkomandi frá 11.00-15.00 ef næg þátttaka næst. Skráningu lýkur föstudaginn 12.2. en nánari upplýsingar og skráningu má senda á netfangið jle@rml.is og í síma 516 5028 eða 563 0368. Nánar um námskeiðið:

Aðalfundur FKS

Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi var haldinn í gær á Hótel Stracta á Hellu.  Mikið fjölmenni var á fundinum og menn almennt ánægðir og vel upplýstir að fundi loknum.  Auk hinna hefðbundnu aðalfundarstarfa, kosninga o.þ.h. mættu á fundinn Sindri Sigurgeirsson formaður BÍ, Sigurður Loftsson formaður LK og Egill Sigurðsson stjórnarformaður Auðhumlu, fóru þeir yfir það  Continue Reading »

Tilraun á Stóra-Ármóti 2016

Tilraun fór af stað þann 11. Janúar 2016 á tilraunabúinu Stóra-Ármóti. Tilraunin nefnist „Áhrif fóðrunar á efnainnihald mjólkur með sérstaka áherslu á fituinnihald“. Hrafnhildur Baldursdóttir og Jóhannes Sveinbjörnsson hafa unnið síðustu mánuði að uppsetningu tilraunarinnar. Megin spurningar verkefnisins eru tvær. 1) Hefur fituviðbót (C:16) í kjarnfóðri áhrif á efnainnihald mjólkur. 2) Skiptir máli á hvaða  Continue Reading »

Tilraunamaður ráðinn á Stóra-Ármót

Búnaðarsamband Suðurlands hefur ráðið Baldur I.Sveinsson sem tilraunamann á Tilraunabúið á Stóra-Ármóti frá janúar 2016 til maí 2016. Baldur lauk Búvísindanámi frá Hvanneyri vorið 1981. Hann starfaði sem ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands frá 1981 og 1982. Eftir það hóf hann búskap á Drumboddstöðum ásamt konu sinni Betzy Marie Davidson. Keyptu þau svo jörðina Litla-Ármót árið  Continue Reading »

Aðalfundur F.K.S. 2016

Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi 2016 verður haldinn á Stracta hótel, Hellu. Fundurinn verður þann 1. febrúar n.k. og hefst kl. 11.30 með súpu. Fundarstörf hefjast kl. 12. Fundarsalurinn er á efri hæð hins nýja hótels.

Sæðistökuvertíð lokið

Sæðistökuvertíð lauk nú 21. desember og voru Skógahrútarnir mest notaðir, en þetta var 48. sæðistökuvertíðin frá því að Sauðfjársæðingastöð Suðurlands hóf starfsemi sína árið 1968. Fyrstu dagarnir voru rólegir. Bæði var mikil ótíð og svo höfðu margir að orði að kalda vorið úi í fyrra sæti í þeim. Þegar á leið jókst þátttakan og þegar upp  Continue Reading »

Sauðfjársæðingadagbók

Hér á síðunni má finna sæðingadagbók fyrir þá sem vilja nota hana en margir skrá beint inn í Fjárvís en nú sígur á seinni hlutann í sæðingavertíðinni. Þátttakan fór rólega af stað, bæði sökum ótíðar og svo er kalda vorið mörgum enn í fersku minni. Síðustu daga hefur verið mikið að gera og líflegt í  Continue Reading »

Sauðfjársæðingarvertíðin hafin

Sauðfjársæðingarvertíðin hófst þann 1. desember og á meðfylgjandi mynd má sjá Svein Sigurmundsson afhenda Jóni Vilmundarsyni fyrsta sæðisskammtinn sem afgreiddur er á þessari vertíð. Jón pantaði sæði úr hrútunum frá Ytri- Skógum þeim Saumi og Grími. Því miður gengur ekki alveg nógu vel með alla hrútana og ekki náðist sæði þennan fyrsta dag úr þeim  Continue Reading »

Hrútafundir á Suðurlandi

Haustfundarröð sauðfjárræktarinnar á Suðurlandi er nú lokið og tókust fundirnir mjög vel.  Alls mætu um 170 manns á fundina sem voru á fjórum stöðum.  Sláturfélag Suðurlands og Búnaðarsamband Suðurlands buðu upp á kaffi á fundunum og Fóðurblandan og Jötunn Vélar gáfu þau verðlaun sem veitt voru.  Á fundunum fór Sveinn Sigurmundsson yfir fyrirkomulag sauðfjársæðinga og  Continue Reading »

Bændafundur BÍ um gerð búvörusamninga

Bændasamtök Íslands boða til fundar í kvöld á Árhúsum kl. 20.30 til að kynna stöðuna í gerð búvörusamninga.  Viðræður bænda við ríkisvaldið hafa staðið yfir frá því í haust en mörg útfærsluatriði nýrra samninga eru enn í vinnslu.  Farið verður yfir stöðu mála og í kjölfarið verða umræður.

Haustfundir BSSL í sauðfjárrækt 2015

Nú fer að styttast í haustfundarröð Búnaðarsambands Suðurlands í sauðfjárrækt 2015.  Fundirnir verða haldnir sem hér segir, miðvikudaginn 25. nóvember kl. 13.00 á Smyrlabjörgum og um kvöldið kl. 20.00 á Hótel Kirkjubæjarklaustri, á fimmtudaginn 26.nóvember verða svo fundirnir kl. 14.00 í Þingborg og kl. 20.00 að Heimalandi. Fyrirlesarar á fundunum verða Sveinn Sigurmundsson, Fanney Ólöf  Continue Reading »

Hrútaskráin 2015-2016 komin á vefinn

Brátt fer að líða að skemmtilegasta tíma ársins í fjárhúsum landsins.  Þá er líka beðið með eftirvæntingu nýrrar Hrútaskrár frá Sauðfjársæðingastöðvunum.  Fyrir áhugasama má lesa hrútaskrána á vefnum en úr prentun kemur hún í lok vikunnar.  Meðfylgjandi er slóð á skrána Hrútaskrá 2015-2016 en þar má sjá upplýsingar um þá 45 kynbótahrúta sem í skránni eru.  Continue Reading »

Dagur sauðkindarinnar í Skeiðvangi

Félag sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu hélt upp á dag suðkindarinnar í Skeiðvangi Hvolsvelli 17. október sl. Þetta er í 8. sinn sem dagurinn er haldinn og voru þar saman komnir efstu hrútar úr sýningum í hverri sveit milli Þjórsár og Markarfljóts og voru þeir dæmdir á ný.

Hrafnhildur Baldursdóttir tilraunastjóri á Stóra-Ármóti

Frá 1. sept sl var Hrafnhildur Baldursdóttir frá Litla Ármóti ráðinn sem tilraunastjóri að Stóra Ármóti af LbhÍ. Hrafnhildur lauk meistaranámi í fóðurfræði nautgripa frá Ási í Noregi vorið 2010. Eftir það starfaði hún m.a. við fóðurráðgjöf í Noregi og var svo ráðinn til að sinna fóðurráðgjöf hjá BSSL haustið 2011 en fór svo yfir  Continue Reading »

back to top