Aðalfundur LK, 30 ára afmælisfundur

Aðalfundur Landsambands Kúabænda stendur nú yfir, en í ár fagnar LK 30 ára afmæli.  Samhliða fundinum var fagþing, en þangað komum fyrirlesarar úr ýmsum áttum og fluttu áhugaverð erindi.  Eins voru veitt viðurkenning fyrir Fyrirmyndarbú LK 2016  sem Samúel og Þórunn í Bryðjuholti hlutu.  Veitt voru verðlaun besta nautið fætt 2008 en það var Bambi 08049 frá Dæli í Fnjóskadal.  LK ætlar að bjóða öllum til afmælishátíðar í Smáralind á morgun milli kl.13-17 og eru allir velkomnir þangað. Búnaðarsamband Suðurlands óskar Landsambandi kúabænda til hamingju á þessum tímamótum.


back to top