Jarðræktarforritið jörð.is

Námskeiðið er einkum ætlað bændum, en er þó öðrum opið. Hámark þátttakanda er 12 og fer kennslan fram í tölvustofum þar sem því er viðkomið annars mæta þátttakendur með eigin fartölvur og fá aðgang að þráðlausu neti.

Kennt verður á skýrsluhalds- og jarðræktarforritið Jörð.is. Farið verður yfir helstu þætti þess hvernig bændur geta nýtt sér vefforritið til að halda utan um jarðræktarsögu búsins, útbúa áburðaráætlanir og nýta við verðsamanburð á milli áburðarsala. Í forritinu geta bændur t.a.m. gert vandaðar áburðaráætlanir sem byggðar eru á áburðarþörf hvers bús en jafnframt bætt inn eigin skilyrðum, með þessu ættu bændur að ná fram hámarks hagkvæmni.

Kennari: Sigurður Jarlsson ráðunautur hjá RML

Tími: Mán. 4. apríl, kl. 10:00-17:00 á Hvolsvelli.

Verð: 19.900 kr.

Minnum bændur sérstaklega á Starfsmenntasjóð bænda.


back to top