Bylting í heyskap?

Stöð 2 birti í gærkvöldi frétt undir yfirskriftinni „Bylting í heyskap“. Þar var sýnt frá heyskap á Heiði í Biskupstungum og voru þar að verki verktakarnir Davíð Ingason og Sigurður Ágústsson. Þeir stofnuðu fyrirtæki í vetur sem fjárfesti í stórvirkum vélum, m.a. múgsaxara.

Ekiki eftir neinu að bíða með slátt

Nú liggja fyrir niðurstöður efnagreininga grassýna sem tekin voru 18. júní sl á fjórum mismunandi stöðum á Suðurlandi. Niðurstöður sýna að grasþroski er lengra á veg kominn en á sama tíma í fyrra.  Meltanleiki á þeim fjórum stöðum sem sýni voru tekin á er kominn niður í 73-75% sem þýðir um 0,84-0,87 FEm í kg þe.

Mikið sand- og moldrok sunnanlands

Gríðarlegt sandfok hefur verið meðfram suðurströndinni í dag og lítt sést til fjalla vegna moldarmisturs. Svartir dagar hjá gróðurunnendum og þörf áminning til landsmanna um að stöðva þurfi gróðureyðingu segir Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri.

Félagsmenn fremur ánægðir með samtökin

Hrossaræktarsamtök Suðurlands gerðu könnun á viðhorfi félagsmanna til starfseminnar og einstakra viðfangsefna hennar. Markmiðið var að fá félagsmenn til að leggja stjórninni lið við að móta starf og stefnu samtakanna og efla félagið. Könnunin var send út til félagsmanna HS í febrúar 2007.
Birna Baldursdóttir vann úr innsendum svörum og eru helstu niðurstöður þessar:

Þroski túngrasa á Suðurlandi

Nú liggja fyrir fyrstu niðurstöður efnagreininga grassýna sem tekin voru 11. júní sl á fjórum mismunandi stöðum á Suðurlandi. Niðurstöður bera með sér að grasþroski hafi á þeim tíma verið komið ívið lengra á veg en á sama tíma í fyrra. Einkum virðist þetta koma fram á mælingu á próteingildi.

Vikuinnleggið ennþá mun meira en í fyrra

Innvigtun mjólkur á Selfossi í viku 24 var 1.009.818 lítrar sem er 17.446 lítrum minna en í síðustu viku. Miðað við sömu viku í fyrra er innlegg á Selfossi rétt um 65 þús. lítrum eða 6,85% meira sem er hlutfallslega sami munur og milli viku 23 í ár og í fyrra. Samanlagt innlegg verðlagsársins er nú 8,97% meira en á sama tíma á fyrra verðlagsári.
Innvigtun verðlagsársins hér á Selfossi er orðin 38,8 milljónir lítra eða rúmlega 3,2 milljónum lítra meiri en á sama tíma í fyrra.

EUROP mat á íslenskum holdanautum

Síðla maímánaðar hafði holdanautabóndi samband við Landssamband kúabænda og spurðist fyrir um hvort mögulegt væri að meta sláturgripi hjá sér með Europ kjötmati, sem notað er víðast hvar í nágrannalöndunum. Markmiðið með því var að sjá hvar gripirnir hans stæðu í samanburði við erlenda gripi. Var það auðsótt mál og til verksins voru fengnir Stefán Vilhjálmsson kjötmatsmaður og fagsviðsstjóri á Landbúnaðarstofnun og Óli Þór Hilmarsson, kjötiðnaðarmeistari og sérfræðingur í kjötvinnslu og vöruþróun hjá Matís ohf.

Villandi fréttaflutningur af vöruflæði milli Íslands og ESB

Vegna frétta undanfarna daga um að íslensk stjórnvöld vinni að innleiðingu frjáls vöruflæðis milli Íslands og ESB hefur landbúnaðarráðuneytið sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu:

„Í tilefni af fréttaflutningi um að stjórnvöld vinni nú að því að innleiða frjálst flæði matvöru milli Íslands og Evrópusambandsins vill landbúnaðarráðuneytið taka fram eftirfarandi:

Bændasamtökin auglýsa starf nautgriparæktarráðunautar

Bændasamtök Íslands hafa auglýst eftir landsráðunauti í nautgriparækt en því starfi hefur Jón Viðar Jónmundsson sinnt af stakri prýði um langt árabil. Jafnframt hefur Jón Viðar sinnt starfi landsráðunautar í sauðfjárrækt sem er sérfræðigrein Jóns Viðars.

Sláttur hafinn á Suðurlandi

Sláttur hófst í morgun á bænum Ásólfsskála undir Eyjafjöllum. Að sögn Sigurðar Grétars Ottóssonar, bónda á Ásólfsskála er um að ræða 3,6 ha spildu sem slegin er nú. Í spildunni er blandaður gróður af vallarfoxgrasi og háliðagrasi. Ætlunin er að rúlla heyið.

Heimavistin á Hvanneyri fær nýtt hlutverk

Nú er verið að leggja lokahönd á stóran áfanga endurbættrar aðstöðu í Ásgarði, húsnæði Landbúnaðarháskóla Íslands, en þangað verða skrifstofur skólans fluttar í þessari viku. Ásgarður er nýtt heiti heimavistarinnar á Hvanneyri sem einnig gekk um tíma undir nafninu Nýi skóli.

Danmörk: Undirskriftarsöfnun fyrir réttindum mjólkurkúa

Dönsk dýraverndunarsamtök, Dyrenes Beskyttelse, standa nú fyrir átaki þar sem þess er krafist að danskar mjólkurkýr fái að ganga frjálsar úti á túnum og bíta gras að minnsta kosti 150 daga á ári.

Viðræður um sölu á Feygingu

Viðræður standa nú yfir við nokkra fjárfesta á Suðurlandi um sölu á stórum hluta í fyrirtækinu Feygingu ehf. í Þorlákshöfn. Vegna fjárskorts hafa framkvæmdir við uppbyggingu verksmiðjunnar legið niðri síðan í nóvember á síðasta ári.

Svarðatilraunir LBHÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands heldur úti svarðatilraunum á nokkrum stöðum á landinu. Í svarðatilraununum er annars vegar könnuð lifun einstakra yrkja eftir vetur og svo eru yrkin uppskerumæld. Um mjög merkar tilraunir er að ræða sem skipta verulegu máli fyrir bændur.

Kornbirgðir heimsins aldrei verið minni

Kornbirgðir í heiminum hafa aldrei verið minni en nú og er ástæðan einkum aukin eftirspurn. Aðeins eru til birgðir til 53 daga en síðustu ár hafa þær stöðugt farið minnkandi. Fyrir aðeins átta árum síðan voru birgðir til 110 daga.

Léttmjólk úr spenunum

Vísindamenn á Nýja-Sjálandi hafa komist að því að sumar kýr hafa í sér gen sem gera þeim kleift að framleiða náttúrulega, fitulitla léttmjólk, að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC. Umrætt stökkbreytt gen var fyrst greint í kúnni Marge árið 2001 og hópur sérfræðinga hjá líftæknifyrirtækinu ViaLactia hefur nú í sinni umsjá nokkrar kvígur, afkomendur Marge, sem einnig framleiða léttmjólk.

Konur og verkefnið Byggjum brýr

Á síðustu mánuðum hefur mikill fjöldi kvenna tekið þátt í námskeiðum innan verkefnisins „Byggjum brýr“. Aðstandendur verkefnisins vona að þátttakendur hafi haft gaman og gagn af þessum viðfangsefnum og að það hafi opnast leiðir fyrir nýjar hugmyndir eða ný tækifæri sem muni þróast enn frekar.

Guðni nýr formaður Framsóknarflokksins

Jón Sigurðsson tilkynnti á blaðamannafundi í morgun um afsögn sína sem formaður Framsóknarflokksins og að varaformaðurinn, Guðni Ágústsson, þingmaður Sunnlendinga tæki við formennsku.

Nýtt netvænt farsímakerfi í notkun

Nýtt langdrægt farsímakerfi var prófað í fyrsta sinn hér á landi í gær. Kerfið mun veita fólki hraðan aðgang að netinu á stöðum þar sem slíkt er ekki í boði nú.
Starfsmenn Símans prófuðu í gær nýtt langdrægt farsímakerfi sem leysir gamla NMT-kerfið af hólmi. Þetta er í 1. sinn sem slíkt kerfi er prófað hér á landi.

Töluvert tjón á ökrum undir Eyjafjöllum í hvassviðri

Útlit er fyrir að töluvert tjón hafi orðið á kornökrum undir Eyjafjöllum í hvassviðrinu í gærdag. Þannig virðast 33 ha. korns í Nýjabæ undir V-Eyjafjöllum vera ónýtir að 2/3 hlutum vegna foks og allt virðist hafa fokið úr 5,4 ha. af rýgresi. Korninu var sáð 4. og 5. maí s.l. og rýgresinu þann 6. maí s.l.

back to top