Ekiki eftir neinu að bíða með slátt

Nú liggja fyrir niðurstöður efnagreininga grassýna sem tekin voru 18. júní sl á fjórum mismunandi stöðum á Suðurlandi. Niðurstöður sýna að grasþroski er lengra á veg kominn en á sama tíma í fyrra.  Meltanleiki á þeim fjórum stöðum sem sýni voru tekin á er kominn niður í 73-75% sem þýðir um 0,84-0,87 FEm í kg þe. Síðan þessi sýni voru tekin eru liðin vika og á þeim tíma hefur grasþroski haldið áfram þannig að vilji menn ná bestu heygæðum er ekki eftir neinu að bíða. Það verður þó að hafa í huga að spretta getur verið mjög breytileg og alls ekki mælt með að slá hálfsprottin tún.
Á þeirri viku sem liðin er milli sýnatöku hefur uppskera aukist verulega þannig að þrátt fyrir að meltanleikin hafi lækkað þá hefur heildaruppskera í fóðureiningum á hektara talið aukist til muna.
Próteingildi hefur lækkað og er í raun komið niður að neðri mörkum til þess að ná toppfóðri. Þar verður þó að hafa í huga að uppistaðan í sýnunum er vallarfoxgras sem eflaust er skriðið eða um skrið um þessar mundir.
Niðurstaðan er því sú að ekki er eftir neinu að bíða með að slá vallarfoxgras en ef til vill spurning með önnur tún. Þar verður að sjálfsögðu að taka miða af sprettu og veðurspá.

Skoðaðu niðurstöðurnar með því að smella hér.

Tekin voru grassýni aftur 25. júní og verða mælingar á þeim birtar jafnskjótt og þær liggja fyrir sem ætti að öllu eðlilegu að vera í seinnihluta þessarar viku. 


back to top