Mikið sand- og moldrok sunnanlands

Gríðarlegt sandfok hefur verið meðfram suðurströndinni í dag og lítt sést til fjalla vegna moldarmisturs. Svartir dagar hjá gróðurunnendum og þörf áminning til landsmanna um að stöðva þurfi gróðureyðingu segir Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri.
Mikið mold-og sandfok hefur verið ofan af hálendinu til suðurs í dag. Gríðarlegt sandfok er meðfram ströndinni og lítt sést til fjalla vegna moldarmisturs. Lengi hafa menn velt fyrir sér að stífla Hagavatn undir Eystri-Hagafelljökli sem er skriðjökull í Langjökli. Þá myndi vatnsborð Hagafellsvatns hækka um 12 til 14 metra og draga úr sandfokinu. Eystri Hagafellsjökull í Langjökli hefur hopað og minnkað mikið á undanförnum árum. Jökullónið hefur fylgt honum og undan jöklinum hafa komið víðfeðmir jökulaurar sem mikið fýkur úr.

Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri segir dýrt að stífla lónið og uppgræðsla á svæðinu hafi hafist síðastliðið sumar til að hefta fokið. Of fljótt sé að segja til um hvernig verkefnið muni heppnast.


back to top