EUROP mat á íslenskum holdanautum

Síðla maímánaðar hafði holdanautabóndi samband við Landssamband kúabænda og spurðist fyrir um hvort mögulegt væri að meta sláturgripi hjá sér með Europ kjötmati, sem notað er víðast hvar í nágrannalöndunum. Markmiðið með því var að sjá hvar gripirnir hans stæðu í samanburði við erlenda gripi. Var það auðsótt mál og til verksins voru fengnir Stefán Vilhjálmsson kjötmatsmaður og fagsviðsstjóri á Landbúnaðarstofnun og Óli Þór Hilmarsson, kjötiðnaðarmeistari og sérfræðingur í kjötvinnslu og vöruþróun hjá Matís ohf.

Gripunum, 15 að tölu, var slátrað í sláturhúsi SS á Selfossi fimmtudaginn 31. maí sl. og voru þeir flokkaðir bæði eftir hefðbundnu mati og europ mati. Niðurstöður matsins er í töflunni hér að neðan. 5 fyrstu gripirnir eru frá Hálsi í Kjós og eru þeir blendingar af Angus, Limousine, Galloway og íslenska kúakyninu í mismunandi hlutföllum. Mest báru þeir þó merki Angus. Þeir 10 síðari eru frá Sogni í sömu sveit og eru blendingar af Angus og Galloway. Þeir voru allir 2 ára gamlir við slátrun, fæddir í maílok og júníbyrjun 2005.

Með því að smella hér má sjá myndir af holdfyllingar- og fituflokkum í europ mati, þeir eru alls 15 talsins. Yfirflokkarnir eru fimm, E er holdfylltasti flokkurinn, í hann komast aðeins feikilega holdfylltir gripir eins og t.d. Belgian Blue, síðan eru U, R, O og P sem er holdrýrastur, + og – eru við hvern holdfyllingarflokk. E+ er því holdfylltastur og P- sá rýrasti. Fituflokkarnir eru frá 1, sem eru fitulausir gripir, upp í 5 sem eru mjög feitir, + og – eru við hvern fituflokk. 1- er því bláhorað og 5+ spikfeitt. Núverandi mat er einungis með 3 flokka, UN úrval, UN 1 og UN 2. Fituflokkar eru A, B, C og M.Slátrun í SS Selfossi 31. maí 2007 EUROP mat Íslenskt mat
Gripur Skrokkþungi Hold Fita Hold Fita

1

310,4 O+ 2+ UN 1 úrval A
2 325,0 R- 3- UN 1 úrval A
3 293,5 O+ 2+ UN 1 úrval A
4 310,2 R- 3- UN 1 úrval A

5

293,2 O+ 2 UN 1 úrval A
6 306,7 R- 3 UN 1 úrval A
7 286,9 O+ 3- UN 1 úrval A
8 281,5 O+ 2+ UN 1 úrval A
9 306,9 R- 3 UN 1 úrval A
10 276,3 R- 3- UN 1 úrval A
11 315,6 R- 3- UN 1 úrval A
12 271,0 O+ 3 UN 1 úrval A
13 304.0 O+ 3+ UN 1 úrval B
14 274,7 R 3 UN 1 úrval A
15 281,5 O+ 3 UN 1 úrval A


Eins og sjá má er breytileiki í flokkun nánast enginn með núverandi mati, það er því óhæft til að senda skilaboð til bóndans um fóðrun og ræktun gripanna eða kjötvinnslu um hugsanlegt nýtingarhlutfall skrokksins. Europ matið hentar mun betur til þess, þar fara skrokkarnir í 3 flokka m.t.t. holdfyllingar, O+, R- og R og fimm flokka m.t.t. fituhulu, 2, 2+, 3-, 3 og 3+.

Europ mat á dilkakjöti hefur verið hér við lýði síðan haustið 1998 og að sögn almenn ánægja með það enda lýsir það skrokkunum mun betur m.t.t. holdfyllingar heldur en eldra mat, þar sem um 80% skrokka fóru í sama flokkinn, D1A. Núverandi mat hefur fært bændum mun öflugra tæki til ræktunar en það eldra, enda uppfyllir það grundvallar skilyrði fyrir ræktun búfjár; að geta greint breytileika.

BHB


back to top