Vikuinnleggið ennþá mun meira en í fyrra

Innvigtun mjólkur á Selfossi í viku 24 var 1.009.818 lítrar sem er 17.446 lítrum minna en í síðustu viku. Miðað við sömu viku í fyrra er innlegg á Selfossi rétt um 65 þús. lítrum eða 6,85% meira sem er hlutfallslega sami munur og milli viku 23 í ár og í fyrra. Samanlagt innlegg verðlagsársins er nú 8,97% meira en á sama tíma á fyrra verðlagsári.
Innvigtun verðlagsársins hér á Selfossi er orðin 38,8 milljónir lítra eða rúmlega 3,2 milljónum lítra meiri en á sama tíma í fyrra.
Á landsvísu er innlegg síðustu 12 mánaða hjá Mjólkursamsölunni komið í 120.958.842 lítra sem er 10.268 þús. lítrum meira en á sama tíma í fyrra.
Innvigtun fer nú minnkandi milli vikna á öllu landinu. Nokkuð ljóst er að mjólkurinnlegg í sumar mun liggja töluvert yfir innleggi síðasta árs og verði minnkun í innleggi mjólkur svipuð og í fyrra mun heildarinnlegg mjólkur hjá Mjólkursamsölunni fara yfir 122 milljónir lítra

Smelltu hér til að skoða samanburð á innleggi á Selfossi milli ára.


back to top