MS ósátt við Siggi“s skyr

Mjólkursamsalan íhugar að kæra íslenskan skyrframleiðanda í New York fyrir að selja vöru sína undir nafninu Siggi““s skyr. Samsalan kveðst eiga einkaleyfi á vörumerkinu skyri.
Skyr er framleitt á þremur stöðum í heiminum – eftir því sem best er vitað. Á Íslandi, í Danmörku með einkaleyfi frá Mjólkursamsölunni, og í Bandaríkjunum þar sem íslenskur hagfræðingur, Sigurður Hilmarsson, áhugamaður um hollt mataræði hefur að undanförnu framleitt og selt skyr undir vörumerkinu Siggi’sskyr.
Mjólkursamsalan er ekki ýkja kát með það en fyrirtækið hefur síðan haustið 2005 markaðssett og selt skyr hjá verslunum Whole Foods í Bandaríkjunum og nú nýlega einnig í Bretlandi. Útflutningurinn hefur farið vaxandi og nú fara héðan um 3000 tonn á viku vestur um haf. Það er þó ennþá lítið brot af heildarframleiðslu samsölunnar á skyri, en menn gera sér vonir um að salan vaxi enn. Framkvæmdastjóri hjá MS hefur áhyggjur af því að Siggi’sskyr grafi undan markaðsstarfi Samsölunnar.

Einkaleyfið á því að nota vörumerkið skyr, segir Einar, er fengið frá alþjóðlegri stofnun sem er staðsett í Sviss og heitir World Intellectual Property Organization, eða WIPO. Mjólkursamsalan hefur sett lögmenn sína í málið til að kanna hvaða rétt fyrirtækið hefur.


back to top