Grunur um kúariðu í Svíþjóð

Kúabú í Halland í S-Svíþjóð hefur nú verið einangrað eftir að kýr þaðan reyndist svara jákvætt við kúariðuprófi. Endanlegar niðurstöður liggja ekki fyrir enn en þangað til verður búið í einangrun.

Fyrsta tilfelli kúariðu í Svíþjóð greindist í mars 2006 eða fyrir rétt um einu og hálfu ári síðan. Síðan þá hafa ekki fleiri tilfelli komið fram en í hverjum mánuði eru meira en 10 þús. gripir prófaðir.


back to top