„Vöxtur Mjólku skapar engin sérstök tækifæri“

Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands kúabænda, telur þróun í starfsumhverfi mjólkurfyrirtækja hérlendis vera á sömu leið og hjá nágrannalöndum okkar. Í Blaðinu í gær var fjallað um að Mjólka hyggist fimmfalda framleiðslu sína á næstu árum. Þórólfi finnst vöxtur Mjólku vera hið besta mál en sér engin sérstök tækifæri í honum fyrir kúabændur.

„Ég held að við séum að sjá sömu þróun og annars staðar á Norðurlöndum þar sem einkarekin samlög sem eru í einhverjum sérvörum verði til hliðar við þessi stóru samlög sem eru yfirleitt framleiðendasamfélög. Það er ekkert óeðlilegt við að sú þróun eigi sér stað hérlendis líka. Hún þarf eiginlega að eiga sér stað svo að þetta verði í svipuðum farvegi og annars staðar á Norðurlöndum.“


Nánar er fjallað um þetta í Blaðinu í dag, smelltu hér .


back to top