Íhuga að leita til Mjólku

Kúabændur á Austurlandi munu leita annarra leiða til að vinna mjólk á Austurlandi, ef samþykktar verða tillögur stjórnenda Mjólkursamsölunnar um að leggja niður mjólkurvinnslu á Egilsstöðum. Hefur meðal annars komið til tals í þeirra röðum að leita til keppinautar MS, Mjólku, um að koma að mjólkurvinnslu þar. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs skorar á stjórn MS og fulltrúaráð að endurskoða ákvörðunina.

Samstarfssamningur við Landbúnaðarháskólann

Samstarfssamningur Landbúnaðarháskóla Íslands og Hrossaræktarsamtaka Suðurlands var undirritaður á dögunum. Markmið samningsins er auka fræðslu og menntun á svið hrossaræktar og hestahalds. Hugmyndin er að vera með námskeið fyrir hrossaræktendur á starfssvæði HS sem og að auka rannsóknir og stefnir HS að því að styrka a.m.k. eitt rannsóknarverkefni í hrossarækt við LBhÍ á ári.

Landbúnaðarstofnun: Tilkynning vegna hringskyrfis

Hringskyrfi orsakast af húðsvepp sem nefnist Trichophyton verrucosum. Einkenni sjúkdómsins eru hringlaga hárlausir blettir í húð. Smitið berst á milli dýra með beinni snertingu en getur einnig borist með öðrum dýrum, fólki og ýmsu öðru í umhverfi dýranna. Sveppagróin eru mjög harðgerð og geta lifað lengi í umhverfinu.

Um 100 kindur drukknuðu í Kálfá

Talið er að yfir 100 kindur hafi drukknað í Kálfá í Gnúpverjahreppi í morgun þegar verið var að reka fé yfir ána úr safngirðingu innnan við bæinn Skáldabúðir eftir leitir á Flóa- og Skeiðamannaafrétti áleiðis til Reykjarétta á Skeiðum þar sem réttað verður í fyrramálið. Að sögn var mjög mikið í ánni og vatnið kalt.

Hringskyrfi greint á bæ í Eyjafirði

Hringskyrfi hefur verið staðfest á bæ í Eyjafirði. Um var að ræða einn blett á einum nautgrip sem héraðsdýralæknir og eftirlitsdýralæknir komu auga á í sláturhúsi. Héraðsdýralæknir skoðaði í kjölfarið alla gripi á bænum er fann engin sjáanleg einkenni. Fyrirskipaðar hafa verið varúðarráðstafanir til að hindra smitdreifingu og dýralæknum og fleiri aðilum í Eyjafirði tilkynnt um málið. Landbúnaðarstofnun hefur lagt til við landbúnaðarráðuneytið að það fyrirskipi víðtækari aðgerðir til að hindra útbreiðslu og útrýma sjúkdómnum á grundvelli laga um dýrasjúkdóma og hefur lagt fram ákveðnar tillögur í því tilliti.

Sláturlambalíkan á vef LBHÍ

Á útmánuðum 2007 fóru fram námskeið á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands undir heitinu “Aukin verðmæti sláturlamba” á alls 6 stöðum á landinu og voru þátttakendur nálægt 70 talsins.
 
Á þessum námskeiðum var notað reiknilíkan af sláturlambaframleiðslu sem m.a. tekur tillit til áhrifa fallþunga á flokkun dilka, áhrifa sláturtíma á verðlagningu kjötsins og margra fleiri þátta er lúta að því að hámarka verðmæti dilkakjötsframleiðslunnar á hverju búi.

Meistaravörn við auðlindadeild Landbúnaðarháskóla Íslands

Meistaravörn Óðins Gíslasonar fer fram í Ásgarði, í Ársal á 3. hæð, á Hvanneyri, föstudaginn 14. september 2007, kl. 14.00 Verkefni Óðins er á sviði búvísinda og nefnist „Samanburður heyskaparaðferða á íslenskum kúabúum”.
Markmiðið með þessari rannsókn var að kanna vinnu og kostnað við mismunandi heyskapar- og geymsluaðferðir á íslenskum kúabúum. Einnig að greina hvernig kostnaður deilist á ákveðin verk heyskaparins og hvaða þættir valda breytileika við afköst og kostnað. Fyrst og fremst var horft til samanburðar á stæðuverkun og rúllu-og ferbaggaverkun. Reiknaður var allur kostnaður frá og með slætti og þar til heyið er frágengið í geymslu, að geymslukostnaði meðtöldum, plasti og byggingum.

„Vöxtur Mjólku skapar engin sérstök tækifæri“

Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands kúabænda, telur þróun í starfsumhverfi mjólkurfyrirtækja hérlendis vera á sömu leið og hjá nágrannalöndum okkar. Í Blaðinu í gær var fjallað um að Mjólka hyggist fimmfalda framleiðslu sína á næstu árum. Þórólfi finnst vöxtur Mjólku vera hið besta mál en sér engin sérstök tækifæri í honum fyrir kúabændur.

MS ósátt við Siggi“s skyr

Mjólkursamsalan íhugar að kæra íslenskan skyrframleiðanda í New York fyrir að selja vöru sína undir nafninu Siggi““s skyr. Samsalan kveðst eiga einkaleyfi á vörumerkinu skyri.
Skyr er framleitt á þremur stöðum í heiminum – eftir því sem best er vitað. Á Íslandi, í Danmörku með einkaleyfi frá Mjólkursamsölunni, og í Bandaríkjunum þar sem íslenskur hagfræðingur, Sigurður Hilmarsson, áhugamaður um hollt mataræði hefur að undanförnu framleitt og selt skyr undir vörumerkinu Siggi’sskyr.

Vilja slátra heima

Bændasamtök Íslands skoða nú möguleikann á því að endurtúlka gildandi reglur frá Evrópusambandinu, þannig að hægt verði með hagkvæmari hætti að setja upp lítil sláturhús á bóndabæjum hér á landi. „Í heimaslátrun eru fólgin tækifæri tengd matarferðamennsku, það er alveg klárt,“ segir Árni Jósteinsson, starfsmaður verkefnisins fyrir Íslands hönd.

Garðyrkjubændur anna varla eftirspurn

Verð á útiræktuðu grænmeti hefur haldist nokkuð stöðugt að undanförnu og virðist allt útlit fyrir að svo verði áfram. Margir muna þá tíð að verð á grænmeti var í hæstu hæðum þegar fyrsta uppskeran barst inn á markað um mitt sumar, en lækkaði síðan töluvert þegar fór að líða á uppskerutímann. Eftir því sem blaðamaður kemst næst er sá tími að mestu liðinn. Vissulega verði alltaf einhverjar sveiflur á verði grænmetis eftir árstíðum, en sveiflurnar verði ekki eins miklar og áður þekktist.

Kartöflugrös víða að falla

Í síðustu viku vöknuðu kartöflubændur í Þykkvabænum og þar í kring upp við vondan draum þar sem næturfrost hafði orðið. Mest af grösunum féll og vöxtur kartaflnanna því lítill eftir það. Þetta er bagalegt fyrir bændur á þessum slóðum.

Starfsmannabreytingar hjá Bændasamtökunum

Hjá Bændasamtökum Íslands hafa orðið nokkrar mannabreytingar undanfarin misseri.

Sunnlensk kúabú 2007

Á Búnaðarsambandi Suðurlands er nú unnið að árlegu yfirliti yfir fjölda og stærð kúabúa á starfssvæðinu. Um verðlagsáramót eru alls 268 fjós í framleiðslu á starfssvæði BSSL en í 9 af þessum fjósum eru tveir greiðslumarkshafar. Greiðslumarkshafar á svæðinu eru því 277 nú um stundir.

Lífdísel eykur frekar á gróðurhúsavandann

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur heldur úti vinsælli bloggsíðu þar sem hann ritar um sín áhugamál sem einkum eru tengdar veðri. Nýlega ritaði hann áhugaverða grein sem ber ofangreinan titil. Greinin er hér birt orðrétt:

Mjaltaþjónn á hjólum eða farmjaltaþjónn

Fram til þess hafa sjálfvirkar mjaltir eingöngu farið fram innandyra en nú er orðin breyting á. SAC, bændurnir Niels Skou og Anni og Brian Madsen ásamt landbúnaðarháskólanum í Árósum í Danmörku hafa þróað mjaltaþjón á hjólum eða farmjaltaþjón. Með þessari uppfinningu má nú færa mjaltaþjóninn milli beitarstykkja og sjálfvirkar mjaltir með beit verða mun auðveldari en áður.

Framleiðsla á lífeldsneyti ógnar landbúnaðinum

Prófessor Hans-Wilhelm Windhorst hjá háskólanum í Vehcta í Þýskalandi er vísindamaður í hámarksnýtingu landrýmis í landbúnaði og áhrifum landbúnaðar á umhverfið. Prófessorinn var gestafyrirlesari hjá samtökum svínabænda í Danmörku fyrir skömmu. Í fyrirlestri sínum var prófessorinn beinskeyttur og hafa orð hans vakið athygli bæði í Evrópu og í Bandaríkunum.

Bændur sitja eftir með hör og tækjabúnað

Þess eru dæmi að bændur hafi ekki fengið greitt fyrir ræktun á hör fyrir fyrirtækið Feygingu í Þorlákshöfn en blikur eru á lofti um að það sé komið endanlega í þrot. Fari svo, standa bændur sem fjárfest hafa í tækjabúnaði fyrir hörræktun, frammi fyrir miklu fjárhagstjóni. Talsmaður Feygingar, Þorleifur Finnsson, segir að búið sé að gera upp við alla bændur að undanskildum þeim sem komu ekki fram með kröfu fyrr en nýverið.

Fyrsta skólfustunga að nýrri nautastöð á Hesti

Á miðvikudaginn tók Bjarni Arason, fyrrverandi ráðunautur og forstöðumaður Nautastöðvarinnar á Hvanneyri fyrstu skóflustungu að nýrri nautastöð sem staðsett verður á Hesti í Andakíl. Eftir stutta ræðu Haraldar Benediktssonar, formanns Bændasamtaka Íslands og skóflustungu Bjarna, var viðstöddum boðið til kynningar á teikningum og til kaffidrykkju í húsakynnum Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Kynningin var í höndum Magnúsar Sigsteinssonar, bygginga- og bútækniráðunautar og naut hann aðstoðar Unnsteins Snorrasonar, sérfræðings hjá Bændasamtökunum.

Fær bætur vegna slyss við kúasmölun

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann til þess að greiða 19 ára stúlku nærri tvær milljónir króna í skaðabætur vegna slyss sem hún varð við kúasmölun hjá manninum.

back to top