Klaufskurðarbásinn á leiðinni

Eins og kynnt var s.l. vetur hefur Kynbótastöðin fjárfest í klaufskurðarbás sem ætlunin er að starfrækja á vegum stöðvarinnar og bjóða kúabændum upp á klaufsnyrtngu kúa sinna. Afhending bássins hefur af ýmsum orsökum tafist nokkuð en nú hyllir undir komu hans. Básinn er kominn í gám í Danmörku, eins og meðfylgjandi mynd sýnir, og því væntanlegur til landsins innan skamms.
Ef að líkum lætur verður því að hægt hefja klaufsnyrtingu í básnum nú í október. Verð á þessari þjónustu verður kynnt fljótlega en hægt er að panta hana í síma 480 1800.


back to top