Tvö af stærstu mjólkurbúunum að sameinast?

Tvö af stærstu mjólkurbúum Bretlands í bændaeigu, Milk Line og First Milk, hafa nú uppi áform um sameiningu. Þessi fyrirtæki eru í eigu 4.250 bænda og árleg velta þeirra nemur rétt tæpum 130 milljörðum kr. Þessi mjólkurbú eru fyrirferðarmikil á breskum markaði fyrir hrámjólk til vinnsluaðila líkt og Arla og Robert Wiseman Dairies.
Að sögn forráðamanna fyrirtækjanna myndi sameining leiða til aukinnar skilvirkni og lækkunar á flutningskostnaði auk þess markaðsstaða þeirra myndi eflast ásamt auknum möguleikum í vöruþróun. Áður en af samruna verður mun málið fara til umfjöllunar hjá breskum samkeppnisyfirvöldum sem verða að veita blessun sína eigi af áformunum að verða auk þess sem eigendur fyrirtækjanna verða einnig að samþykkja samrunann.


back to top