Landstólpi ehf. með lægsta tilboð í nýja nautastöð

Tilboð í byggingu nýrrar Nautastöðvar BÍ á Hesti í Borgarbyggð voru opnuð á skrifstofum Bændasamtaka Íslands í dag. Viðstaddir voru nokkrir bjóðendur en alls buðu fjögur fyrirtæki í verkið. Húsið er alls 1.294 fermetrar, sérhannað fjós fyrir kynbótanaut og nautkálfauppeldi með tilheyrandi aðstöðu, s.s. fóðurgeymslu, sæðistökurými, rannsóknastofu, skrifstofu o.fl.
Tilboðum var skipt upp í tvo flokka, tilboðsupphæð í lið A var efnispakki og liður B var reising og frágangur. Bjóðendur höfðu kost á að gera sk. frávikstilboð þar sem um annars konar byggingarefni var að ræða. Lægsta tilboðið átti fyrirtækið Landstólpi en heildarupphæð var rúmar 60,7 milljónir króna. A


B


  Samtals

Landstólpi ehf., frávikstilboð

42.595.893 kr.


  18.159.374 kr.


 60.755.267 kr.

Landstólpi ehf.

 43.133.885 kr.


18.253.554 kr.


 61.387.439 kr.

Spýtan ehf., frávikstilboð

 32.611.000 kr.


 35.150.000 kr.


 67.761.000 kr.

Spýtan, ehf.

 31.376.000 kr.


 43.640.000 kr.


 75.016.000 kr.

Suðulist – Reisir

Ekki sundurliðað


Ekki sundurliðað


 81.992.093 kr.

Eignastoðir ehf.

55.300.000 kr.


27.500.000 kr.


82.800.000 kr. Í almennum ákvæðum útboðsins segir að ekki verði eingöngu farið eftir heildarupphæð tilboða heldur verður einnig metið hve vel þau fullnægja þeim kröfum sem fram eru settar. Næstu skref eru að verkkaupi, Bændasamtökin, mun fara yfir tilboðin og taka ákvörðun í framhaldinu um það tilboð sem gengið verður að. Gert er ráð fyrir að reising hússins hefjist á steyptar undirstöður í apríl 2008 og að verkinu verði að fullu lokið 15. júní sama ár.


 


back to top