Enn hækkar verð á kjarnfóðri

Lífland hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem boðuð er verðhækkun á kjarnfóðri um næstu mánaðamót. Ekki kemur fram um hve mikla verðhækkun verður að ræða en í tilkynningunni segir að það verði upplýst í lok vikunnar.
Fréttatilkynning Líflands:
„Í ljósi mikilla verðhækkana á hráefnum til fóðurgerðar undanfarið er ljóst að Lífland mun ekki komast hjá verðhækkun  á fóðri um næstu mánaðamót. Eins og fram hefur komið í fréttum er verulegur uppskerubrestur sérstaklega á hveiti og byggi. Soja hefur einnig hækkað í kjölfar aukinnar eftirspurnar og auk þess sem óvissa ríkir um framboð. Verðbreyting verður breytileg eftir tegundum og mun taka mið af innihaldi áður nefndra hráefna í uppskriftum. Gert er ráð fyrir að hækkunin taki gildi frá og með næstu mánaðamótum. Betur verður upplýst í lok vikunnar hversu mikil hækkunin verður“.


back to top