Samstarfssamningur við Landbúnaðarháskólann

Samstarfssamningur Landbúnaðarháskóla Íslands og Hrossaræktarsamtaka Suðurlands var undirritaður á dögunum. Markmið samningsins er auka fræðslu og menntun á svið hrossaræktar og hestahalds. Hugmyndin er að vera með námskeið fyrir hrossaræktendur á starfssvæði HS sem og að auka rannsóknir og stefnir HS að því að styrka a.m.k. eitt rannsóknarverkefni í hrossarækt við LBhÍ á ári.

Styrkur þessi væri fyrst og fremst hugsaður til námsverkefna við skólann sem hefði sunnlenska skírskotun. Þar sem LbhÍ stundar nú þegar rannsóknir er varða hrossarækt og almennt hestahald og sinnir kennslu á þessu sviði er skólanum mikill akkur í efldu samstarfi við HS. Samninginn má finna í heild sinni með því að smella hér.

Stjórn Hrossaræktarsamtaka Suðurlands


back to top