Seinni yfirlitssýning á Gaddstaðaflötum

Seinni yfirlitssýning kynbótahrossa á Gaddstaðaflötum fer fram föstudaginn 10. og laugardaginn 11. júní n.k. Sýningin hefst kl. 8.00 báða dagana. Dagskrá þessara daga og skipulag flokka verður með eftirfarandi hætti:
Föstudagur, kl. 8:00.
• 7v. og eldri hryssur
• 6v. hryssur – Fyrstu 10 holl.
Hádegishlé
• 6v. hryssur – efstu 3-5 holl.
• 5v. hryssur
Kaffihlé
• 4v. hryssur
• 4v. stóðhestar
• 5v. stóðhestar
(Áætluð sýningarlok milli kl. 19 og 20 á föstudegi).

Laugardagur, kl. 8:00.
• 6v. stóðhestar
• 7v. og eldri stóðhestar
(Áætluð sýningarlok milli kl. 10 og 11 á laugardegi).
 
Yfirlitssýningar eru álitlegur kostur fyrir ræktunarfólk til að sjá mikinn fjölda hrossa í samanburði og vorsýningarnar upptaktur þeirrar hrossaveislu sem landsmót á Vindheimamelum verður sannarlega.

Ath. að hollaröð yfirlitssýningar verður birt hér á www.bssl.is seint í kvöld (fimmtudaginn 9. júní) eða þegar dómum lýkur.

Búnaðarsamband Suðurlands


Seinni yfirlitssýning á Gaddstaðaflötum

Seinni yfirlitssýning síðsumarsýningar kynbótahrossa á Gaddstaðaflötum fer fram miðvikudaginn 26. ágúst og hefst stundvíslega klukkan 9:00.
Röð flokka verður eftirfarandi:
(meira…)


Seinni yfirlitssýning á Gaddstaðaflötum

Seinni yfirlitssýning héraðssýningar kynbótahrossa á Gaddstaðaflötum fer fram laugardaginn 13. og sunnudaginn 14. júní. Sýning hefst kl. 8.00 á laugardag en kl. 9.00 á sunnudag.
Gróf dagskrá þessara daga er eftirfarandi:
(meira…)


Seinni yfirlitssýning á Gaddstaðaflötum

Seinni yfirlitssýning héraðssýningar á Gaddstaðaflötum fer fram föstudaginn 30. maí og hefst stundvíslega kl. 8:00. Röð flokka verður eftirfarandi:
(meira…)


back to top