Bætur eftir árás nýborinnar kýr

Hæstiréttur dæmdi í gær bónda til að greiða ungri konu 2 miljónir króna í skaðabætur auk vaxta. Hún meiddist þegar nýborin kýr stangaði hana og traðkaði á henni árið 2002 en hún var þá aðeins 14 ára. Hún hefur fundið til í baki og er varanleg örorka metin 5 prósent.

Héraðsdómur Reykjavíkur taldi að þetta væri einungis óhappaatvik eins og sagði í dómnum. Hæstiréttur sneri því við og taldi að bóndanum hefði átt að vera ljóst að hættulegt væri að nálgast nýbornar kýr sem væru með kálfa sína hjá sér. Stúlkan hafi ekki verið vön að umgangast kýr og því hefði bóndinn átt að gera ráðstafanir til að tryggja öryggi hennar þegar henni var falið að reka kúna.

Sjá dóminn á vef Hæstaréttar


back to top