Jarðræktarsjóður

Síðasta haust var greiddur styrkur út á annars vegar kornrækt og hins vegar gras- og grænfóðurrækt. Þá voru þetta tveir flokkar með sitt hvorar úthlutunarreglurnar. Nú er búið að sameina þá undir einn styrktarflokk sem er fjármagnaður með eftirfarandi hætti:

Búnaðarlagasamningur – eyrnamerkt kornrækt 13 millj.
Sauðfjársamningur 35 millj.
Mjólkursamningur 82 millj.
Samtals 130 millj.

Hver er fóðuröflunarþörfin?

Gróffóðuröflunin er stærsti reglulegi kostnaðarliðurinn sem hvert bú í hefðbundnum búrekstri þarf að greiða. Margar þær ákvarðandir sem bóndinn þarf að taka snúast á einn eða annan hátt um þennan þátt. Því er mikilvægt að fyrir liggi eitthvert mat á því hve sé raunveruleg þörf búsins á magni og gæðum gróffóðursins áður en teknar eru ákvarðanir um t.d. áburðarkaup, tímasetningu sláttar  o.s.frv. Í upphafi skal endinn skoða…

Kennslu- og fræðsluefni um sauðfjárrækt aðgengilegt öllum

Um nokkurt skeið hefur verið í vinnslu kennslu- og fræðsluefni í sauðfjárrækt á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands. Þetta efni er ætlað til kennslu í búfræðináminu við skólann og nýtist jafnframt sem fræðsluefni fyrir sauðfjárbændur og allt áhugafólk um íslenska sauðfjárrækt. Ákveðið var að vinna efnið sem netútgáfu og að hafa það aðgengilegt öllum á heimasíðu skólans. Hver og einn getur samt prentað út það efni sem hann vill lesa af blaði. Jafnframt er hægt að vista efnið niður svo hægt sé að skoða það og lesa í eigin tölvu án þess að vera nettengdur. Með því að hafa efnið á þessu formi verður mun auðveldara að uppfæra það og breyta eftir þörfum.

Vala Rebekka ráðin framkvæmdastýra

Vala Rebekka Þorsteinsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastýra Lífeyrissjóðs bænda. Auglýst var eftir nýjum framkvæmdastjóra á dögunum og sóttu hvorki fleiri né færri en 61 aðili um stöðuna. Stjórn sjóðsins ákvað á fundi sínum í dag að ganga til samninga við Völu um stöðuna.

Dagur kanínunnar

Landbúnaðarháskóli Íslands í samvinnu við kanínuræktandann, Sigrúnu Elíasdóttur, Ullarselið og Landbúnaðarsafn Íslands ætla að halda uppá Dag kanínunnar næstkomandi laugardag, þann 13. júní á Hvanneyri.

Veggirðingar með þjóðvegum

Á aðalfundi BSSL 2009 var samþykkt eftirfarandi ályktun: „Aðalfundur BSSL, haldinn í Árhúsum við Hellu þann 17. apríl 2009, samþykkir að skora á stjórn BSSL að gerð verði úttekt á samskiptum bænda, vegagerðar og sveitastjórna varðandi girðingar með þjóðvegi 1 á svæði BSSL“. Í kjölfar ályktunarinnar hefur nokkuð verið unnið í málinu.

Vallarfoxgras sem geldstöðufóður

Fóðrun mjólkurkúa á geldstöðu hefur fengið aukna athygli kúabænda undanfarin misseri. Lengi hefur verið þekkt að ekki er rétt að fóðra allar kýr á sama gróffóðri og mismuna þeim aðeins í kjarnfóðri eftir stöðu á mjaltaskeiði/geldstöðu. Fóðurfræðingar og aðrir fóðrunarráðgjafar hafa lengi talað fyrir sérstakri geldstöðufóðrun, oftast fyrir daufum eyrum. Trúlega var um að kenna að á kúabúum með um 30 mjólkandi kýr í básafjósi voru alla jafna fáar geldkýr hverju sinni og ekki hagkvæmt að hafa sérstaka heygerð fyrir 2-3 kýr. Þarna skildi því e.t.v. á milli fræðimennskunar og raunsæis.

Ert þú að missa af tekjum?

Um síðustu áramót tóku gildi reglur um gæðaastýringu í skýrsluhaldi nautgriparæktarinnar. Í þessu felst að þeim kúabændum sem halda mjólkurskýrslur bjóðast greiðslur að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þessi skilyrði eru eins og reglurnar eru í dag að skýrslu næstliðins mánaðar skal vera skráð inn í gagnagrunn nautgriparæktarinnar (www.huppa.is) í síðasta lagi á miðnætti 10. hvers mánaðar, t.d. mjólkurskýrsla maí 2009 skal skráð og skilað í síðasta lagi kl. 23:59 þann 10. júní 2009. Að auki er það sett sem skilyrði að mjólkursýnum úr einstökum kúm (kýrsýnum) skal skilað a.m.k. einu sinni í hverjum ársfjórðungi.

Ein rúlla bætist við á hektara annan hvern dag

Bændur í Landeyjum, undir Eyjafjöllum og trúlega víðar hafa nú hafið fyrsta slátt sumarsins og er það vel. Hey sem aflað er svo snemma er án nokkurs vafa mikið framleiðslufóður, orkuríkt og lystugt. Gæðin eru hins vegar eðlilega á kostnað magnsins þegar svo snemma er slegið á vaxtartímanum og vekur það spurningar bænda um hvað ætla megi að sprettan sé á þessum hluta vaxtartímans.

Sláttur hafinn í Austur-Landeyjum

Sláttur er hafinn á nokkrum bæjum í Austur-Landeyjum að því er fram kemur á www.mbl.is. Guðlaug Björk Guðlaugsdóttir á Voðmúlastöðum segir að þar hafi verið slegnir 8 hektarar af snemmsprottnu afbrigði af vallarfoxgrasi.
Guðlaug Björk segir, að slátturinn hefjist nú á svipuðum tíma og í fyrra en sprettan hafi verið mjög góð í vor þar sem hlýtt hafi verið í veðri. Í fyrra hófst sláttur í Landeyjum þann 4. júní, 2007 hófst hann 8. júní, 2006 þann 13. júní og 2005 þann 4. júní.
Metið er hins vegar frá 2003 þegar sláttur hófst þann 28. maí.

Bændum er brugðið

Haraldur Benediktsson formaður BÍ ritar leiðara í nýtt Bændablað þar sem hann fjallar um þingsályktun ríkisstjórnarinnar um að sækja um aðild að ESB. Þar gagnrýnir hann harðlega Vinstri græna sem fyrir kosningar lofuðu á bændafundum að þeir myndu standa vörð um sjálfstæði Íslands og lýstu því yfir að ekki yrði sótt um aðild að Evrópusambandinu. Í seinni hluta leiðarans, sem er birtur hér í heild sinni undir, ræðir Haraldur um nýfallinn úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála.

Sláttur hefst í næstu viku

Gert er ráð fyrir að sláttur undir Eyjafjöllum hefjist í næstu viku. Samkvæmt upplýsingum Ólafs Eggertssonar, bónda á Þorvaldseyri er grasspretta mjög góð og líta tún vel út á Suðurlandi þrátt fyrir loftkulda í maí. Segist hann telja að rekja megi það til þess að raki hafi verið góður og að ekki hafi komið vorþurrkatímabil eins og algengt sé á þessum árstíma.

Rúmlega helmingur dauðfæddra kálfa er undan 1. kálfs kvígum

Bændasamtök Íslands hafa tekið saman nokkrar tölur úr gagnagrunni nautgriparæktarinnar fyrir árið 2008 yfir fjölda gripa, burði, sölu gripa, förgun og kálfadauða.
Við lok síðasta árs voru 75.743 nautgripir skráðir lifandi í gagnagrunni nautgriparæktarinnar og skiptust þeir þannig að kýr í mjólkurframleiðslu voru 25.798, aðrar kýr 3.081, kvígur 26.767 og naut 20.097.

BNA taka upp útflutningsbætur á mjólkurvörur

Ákvörðun bandarískra yfirvalda um að greiða mjólkurbúum útflutningsbætur í fyrsta sinn í fjögur ár hefur vakið mikla reiði innan ESB og hjá Nýsjálendingum. Bandaríkin hyggjast aðstoða mjólkurframleiðendur með því að greiða útflutningsbætur á 92 þús. tonn af mjólkurvörum til útflutnings þar sem heimsmarkaðsverð hefur fallið.
Mariann Fischer Boel, landbúnaðarstjóri ESB, segir þessa ákvörðun óréttláta þó svo ESB geri raunar slíkt hið sama, þ.e. greiði útflutningsbætur. Að sögn hennar tók ESB ekki upp útflutningsbætur að nýju fyrr en að lokinni athugun á áhrifum þess á markaðinn.

Opinn fundur um útiræktun á erfðabreyttu byggi

Í dag, þriðjudaginn 26. maí stendur Umhverfisstofnun fyrir opnum fundi  í Frægarði, fundarsal Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti. Fundurinn hefst kl. 13:30. Á fundinum mun fulltrúi stofnunarinnar fara yfir helstu mál er varða forsendur slíkra leyfisveitinga, en á fundinum mun fulltrúi ORF Líftækni kynna starfsemi fyrirtækisins auk þess sem fulltrúar Náttúrufræðistofnunar Íslands og Ráðgjafarnefndar um erfðabreyttar lífverur munu kynna framkomnar umsagnir um fyrirhuguð áform fyrirtækisins um útiræktun. Áhugasamir aðilar geta einnig komið skriflegum athugasemdum við umsóknina á framfæri við stofnunina. Umsagnafrestur er til 28. maí.

Staðfestir að Bændasamtök Íslands hafi brotið samkeppnislög

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins að Bændasamtök Íslands hafi brotið samkeppnislög. Segir nefndin að verðlagning búvara sem ekki eru verðlagðar á grundvelli búvörulaga lúti „lögmálum hins frjálsa markaðar og þar með ákvæðum samkeppnislaga eins og samkeppnisyfirvöld hafa staðfest hvað eftir annað með úrskurðum þar að lútandi.“

Nýr markavörður í Árnessýslu

Á fundi Héraðsnefndar Árnesinga sem haldinn var að Laugarvatni 12. maí sl. var samþykkt að Loftur Þorsteinsson í Haukholtum verði skipaður markavörður austan vatna – þ.e. austan Ölfusár, Sogs og Hvítár, í stað Arnórs heitins Karlssonar sem lést í vetur. Verkefni markavarðar eru skilgreind í afréttarlögum nr.6/1986 og í reglugerð um mörk og markaskrár nr. 200/1998.

Bændur hvattir til þátttöku í kosningum

Nú ættu allir sauðfjár- og kúabændur að hafa fengið kjörgögn i hendur vegna atkvæðagreiðslunnar um breytingar á búvörusamningi. Bændasamtökin og viðkomandi búgreinafélög hvetja bændur til þátttöku í kosningunum. Minnt er á að atkvæðaseðlar skulu hafa borist til skrifstofu Bændasamtaka Íslands ekki síðar en föstudaginn í þessari viku eða þann 29. maí nk. Talning atkvæða fer fram þriðjudaginn 2. júní og verða niðurstöður kunngjörðar strax að lokinni talningu.

Sundríða öll sunnlensk vatnsföll

Hópur hestamanna er nú á leið ríðandi frá Höfn í Hornafirði á Selfoss. Væri það vart í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að ætlunin er að fara yfir öll vatnsföll á leiðinni með gamla laginu, þ.e. á vaði eða sundríðandi ef þarf. Hermann Árnason frá Stóru-Heiði í Mýrdal, frjótæknir hjá Kynbótastöð Suðurlands fer fyrir hópnum en með honum í för eru sex ferðafélagar sem vanir eru löngum dagleiðum.

Árni Mathiesen rifjar upp dýralæknatakta

Árni M. Mathiesen, fyrrverandi alþingismaður og fjármálaráðherra, er kominn til starfa hjá Dýralækniþjónustu Suðurlands. Dagskráin á Selfossi segir að Árni sé í starfsþjálfun enda hafi hann ekki unnið við fagið í 20 ár. Í samtali við fréttastofu segir Árni þó of mikið sagt að hann sé búinn að ráða sig þar til starfa. „Maður er að rifja upp það sem maður einu sinni starfaði,“ segir Árni í samtali við fréttastofu. Þetta er mér svona bæði til ánægju og yndisauka og til að skipta um umhverfi,“ segir Árni.

back to top