Vala Rebekka ráðin framkvæmdastýra

Vala Rebekka Þorsteinsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastýra Lífeyrissjóðs bænda. Auglýst var eftir nýjum framkvæmdastjóra á dögunum og sóttu hvorki fleiri né færri en 61 aðili um stöðuna. Stjórn sjóðsins ákvað á fundi sínum í dag að ganga til samninga við Völu um stöðuna.

Vala er ekki ókunnug sjóðnum en hún var skipuð tímabundið í stól framkvæmdastýru í byrjun maí síðastliðinn. Auk þess sat hún í stjórn sjóðsins frá 1. september 2008 og þar til hún var skipuð framkvæmdastýra.


back to top