Heyskapur á Stóra-Ármóti

Heyskapur hófst á Tilraunabúinu á Stóra-Ármóti að kvöldi þjóðhátíðardagsins 17. júní. Mikið heyskaparæði rann á Höskuld bústjóra eins og jafnan á þessum árstíma og var uppskera af 28 hekturum komnar í 340 rúllur að kvöldi 19. júní, aðeins tveimur sólarhringum síðar. Þroskastig grasa var mjög gott á þessum tíma náðist uppskeran um eða fyrir skrið vallarfoxgrassins. Þetta heymagn er nóg sem hágæða framleiðslufóður fyrir þær 50 mjólkurkýr sem eru í fjósi en enn vantar að afla viðhalds- og geldstöðufóðurs auk meiri heyja fyrir uppeldisgripi.

Að meðaltali fengust rúmlega 12 rúllur á hektara og er áætlað að um 300 kg/þe séu í hverri rúllu. Ætla má að uppskera á hektara sé því um 3.650 kg þurrefnis  að jafnaði. Reyndar var uppskera þeirra túna sem mest verða fyrir ágangi álfta og gæsa aðeins um 8 rúllur á hektara en um var að ræða nýrækt á Bakkatúni sem liggur við Hvítá. Þessi ágangur fugla er hvimleitt vandamál sem trúlega flestir bændur kannast við. Erfitt hefur reynst að bregðast við áganginum en besta landið til kornræktar á jörðinni liggur einmitt meðfram Hvítá en hefur reynst algjörlega ónothæft vegna fuglanna.
 
Uppskera túnanna í heildina er þó vel viðunandi miðað við árstíma og jafnvel heldur betri en á liðnu ári.  Sumarið 2008 var tekin uppskera af 65 hekturum í fyrri slætti sem gáfu 890 rúllur og í síðari slætti var farið  yfir 28 hektara sem gáfu 150 rúllur.  Sá heyskapur er ríflegur fyrir búið og hefur dálítið verið selt af heyi frá búinu í vetur, einkum til hrossabænda í nágrenninu.


Heyskapur á Stóra-Ármóti

Heyskapur hófst á Tilraunabúinu á Stóra-Ármóti að kvöldi þjóðhátíðardagsins 17. júní. Mikið heyskaparæði rann á Höskuld bústjóra eins og jafnan á þessum árstíma og var uppskera af 28 hekturum komnar í 340 rúllur að kvöldi 19. júní, aðeins tveimur sólarhringum síðar. Þroskastig grasa var mjög gott á þessum tíma náðist uppskeran um eða fyrir skrið vallarfoxgrassins. Þetta heymagn er nóg sem hágæða framleiðslufóður fyrir þær 50 mjólkurkýr sem eru í fjósi en enn vantar að afla viðhalds- og geldstöðufóðurs auk meiri heyja fyrir uppeldisgripi.

(meira…)


back to top