Sumarhátíð á Rangárbökkum
Í dag, fimmtudaginn 13. ágúst, hefst Sumarhátíð á Rangárbökkum sem standa mun alla helgina. Fyrir hátíðinni standa Rangárbakkar ehf. en hluti af hátíðinni eru hin árlegu Töðugjöld á Hellu sem unnið hefur sér fastan sess meðal heimamanna. Á Sumarhátíðinni verður margt til skoðunar og skemmtunar og munu hin ýmsu hestatengdu atriði eflaust vekja mikla athygli, s.s. bjórreiðin, kappreiðar, smali, íslandsmót í járningum ofl. ofl.
Sauðamjaltir í Akurnesi
Í sumar hafa bændur í Akurnesi í Hornafirði mjólkað rúmlega 30 ær. Mjaltir hófust 4. júlí og voru þá lömbin tekin undan ánum og sett á há og sumarrýgresi. Ærnar eru mjólkaðar kvölds og morgna og koma um 20 kg á dag af mjólk úr ánum. Mjólkin er flutt í Búðardal til frekari vinnslu en í framtíðinni er gert ráð fyrir að öll vinnsla mjólkurinnar fari fram í Akurnesi. Beitin sem ærnar fá er há og svo fá þær 150 g/á af fóðurbæti í mjöltunum. Mjaltabásinn er eini sinnar tegundar hér á landi, en hann er mjög tæknilegur. Helgi Ragnarsson í Akurnesi smíðaði básinn en mjaltatækin koma frá Remfló.
Hvernig fagna kýrnar sumri?
Skilningur á velferð og vellíðan dýra hefur farið vaxandi á síðustu árum. Rannsóknir á atferli dýra og líðan þeirra við þær aðstæður sem þeim eru búnar hafa færst í vöxt. Á slíkum rannsóknum byggjast lög og reglugerðir um meðferð og aðbúnað húsdýra. Þessar reglur geta virst íþyngjandi fyrir eigandann, en sjaldnast er það svo. Þegar dýrinu líður vel, hefur rúmt um sig og getur hreyft sig þroskast það hraðar, gefur meiri afurðir og verður hraustara.
Skráveifur í kornræktinni?
Kornræktarbændur á Suðurlandi hafa nú nokkrar áhyggjur af kornökrunum sínum í kjölfar frostnáttanna 24. og 25. júlí sl. Sem kunnugt er sá sumstaðar áhrif frostsins á kartöflugrösum einkum með ströndinni og á sumum stöðum verulega s.s. nálægt Eyrarbakka og í Þykkvabæ. Frostnætur sem þessar geta líka valdið tjóni í kornræktinni, einkum ef það kemur svona fljótt eftir skrið eða um það leyti sem kornið er að byrja að safna í sig forða.
Íslenskur landbúnaður og Evrópusambandið
Í Fréttablaðinu þann 31. júlí sl. skrifaði Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent í stjórnmálafræði og forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst, pistil um íslenskan landbúnað og Evrópusambandið. Pistillinn er hluti af pistlaröð höfundar um þau atriði sem hann telur að munu vera meginmarkmið Íslands í komandi aðilarviðræðum og fer hann hér á eftir:
Ýmsar kostnaðartölur úr mjólkurframleiðslunni 2008
Að beiðni Landssambands kúabænda tóku Búnaðarsamband Suðurlands og Búgarður á Akureyri saman yfirlit yfir ýmsa kostnaðarliði í mjólkurframleiðslunni fyrir síðasta ár. Samantekt BSSL byggir á tölum frá 34 búum sem að jafnaði lögðu inn 231 þúsund lítra mjólkur á sl. ári. Lætur nærri að á bak við þessar tölur séu 15% mjólkurframleiðslunnar á Suðurlandi. Tölur Búgarðs byggja á 22 búum sem að jafnaði lögðu inn 238 þúsund lítra mjólkur árið 2008. Þau bú sem þar eru lögð til grundvallar standa því einnig að nálægt 15% af mjólkurframleiðslu Norðausturlands.
Kornið skreið 1. júlí
Vel horfir með kornræktina á Stóra-Ármóti það sem af er en segja má að kornið hafi almennt skriðið þann 1. júlí. Það er óvanalega snemma sumars sem þetta gerist en ekki er óalgengt að korn skríði á bilinu 15. – 25. júli, nokkuð breytilegt eftir yrkjum. Ástæðan fyrir því hversu tímanlega kornið skríður er bæði yrkisvalið og sú staðreynd að aldrei fyrr hefur jafn snemma verið sáð korni á Stóra-Ármóti en í ár, en það var gert 18. – 20. apríl sl. Sáð var íslenska tveggja raða yrkinu Kríu í 15,5 ha og íslenska sex raða yrkinu Skúmi í 3,5 ha. Hvoru tveggja eru þessi yrki fremur fljótþroska enda til þess kynbætt af Jónatani Hermannssyni, sérfræðingi hjá LBHÍ.
Bændur bjóða í grillveislu!
Bændur hafa slegist í hóp með þekktustu matreiðslumönnum landsins við gerð matreiðsluþátta sem hlotið hafa heitið „Eldum íslenskt“. Sýningar eru hafnar á vef Morgunblaðsins, www.mbl.is og á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Í tengslum við þættina ætla bændur að heilgrilla naut, svín og lambaskrokka á næstu dögum fyrir utan verslanir Krónunnar í Reykjavík og Kópavogi. Kokkarnir úr þáttunum gefa góð ráð um leið og þeir gefa fólki að bragða á kjötinu. Fimmtudaginn 9. júlí (í dag) verður riðið á vaðið í Krónunni á Granda kl. 16:00 en þar verður heill nautsskrokkur grillaður á landsfrægu grilli kúabænda. Eftir viku verða nokkrir grísir steiktir á teini í Krónunni í Lindum í Kópavogi og síðar nokkrir lambaskrokkar á sama stað. Ef veðurguðirnir reynast viðskotaillir verður dagsetningum hugsanlega hnikað. Hægt er að fylgjast með á www.bondi.is.
Kýrnar út!
Á vef Landssambands kúabænda, www.naut.is má sjá áskorun til kúabænda um að beita kúnum, a.m.k. að tryggja útiveru þeirra þær 8 vikur sem reglugerð kveður á um. Vitnað er í reglugerð um aðbúnað nautgripa og eftirlit með framleiðslu mjólkur og annarra afurða þeirra, nr. 482/2002 en hún segir að nautgripum eldri en 6 mánaða, að graðneytum undanskildum, skuli tryggð 8 vikna útivist ár hvert. Búnaðarsamband Suðurlands tekur undir áskorun LK um að þeir kúabændur sem ekki hafa sett kýrnar út nú þegar gerið það hið fyrsta.
Sumarfrí vefstjóra BSSL
Vefstjórar www.bssl.is, Guðmundur og Jóhannes, fara nú í sumarfrí frá hefðbundnum skrifstofustörfum og rifja upp praktísku hliðar landbúnaðarins á bújörðum foreldranna auk ferðalaga um okkar fagra land. Af þeim sökum má búast við fátíðari og óreglulegri uppfærslum á vefnum næsta mánuðinn eða svo.
Gleðilegt sumar!
Handbók um hugarfar kúa
Handbók um hugarfar kúa, er ný skáldfræðisaga sem kom út hjá bókaforlaginu Bjarti á þjóðhátíðardaginn. Þessi athyglisverði titill bókar er yfirskrift annarrar skáldsögu Bergsveins Birgissonar, en árið 2003 kom skáldsagan Landslag er aldrei asnalegt og var bókin tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Handbókin er hugsuð fyrir þá sem skilja vilja tíðarandann og takt hans. Í Handbók um hugarfar kúa segir frá ungum menningarfræðingi, sem snýr heim eftir strangt nám í útlöndum. Á ráðningarstofum er horft á hann með hluttekningu og hann spurður hvort hann hafi „komið eitthvað fram“? Að lokum fær hann þó í gegnum klíku það verkefni að gera handrit að heimildarmynd um íslensku kúna fyrir Bændasamtök Íslands.
Heyskapur á Stóra-Ármóti
Heyskapur hófst á Tilraunabúinu á Stóra-Ármóti að kvöldi þjóðhátíðardagsins 17. júní. Mikið heyskaparæði rann á Höskuld bústjóra eins og jafnan á þessum árstíma og var uppskera af 28 hekturum komnar í 340 rúllur að kvöldi 19. júní, aðeins tveimur sólarhringum síðar. Þroskastig grasa var mjög gott á þessum tíma náðist uppskeran um eða fyrir skrið vallarfoxgrassins. Þetta heymagn er nóg sem hágæða framleiðslufóður fyrir þær 50 mjólkurkýr sem eru í fjósi en enn vantar að afla viðhalds- og geldstöðufóðurs auk meiri heyja fyrir uppeldisgripi.
Tveir bændur sæmdir fálkaorðunni
Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, sæmdi í gær tíu Íslendinga fálkaorðunni við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Af þessum tíu eru tveir starfandi bændur, þar af annar sunnlenskur, en það er Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum. Hann hlaut riddarakross fyrir nýjungar í landbúnaði. Þá hlaut Guðrún Jónsdóttir bóndi á Arnbjargarlæk í Þverárhlíð í Borgarbyggð riddarakross fyrir störf á vettvangi félags- og velferðarmála. A.m.k. einn annar orðuhafi ætti að vera bændum að góðu kunnur en það er Páll Bergþórsson, fv. veðurstofustjóri sem hlaut riddarakross fyrir rannsóknir á veðurfari og sögu þess.
Veiðileyfi á Stóra Ármóti sumarið 2009
Til sölu eru veiðileyfi í Hvítá í landi Stóra-Ármóts. Þrjár stangir eru leyfðar og eru allar seldar í einu. Aðgangur að veiðhúsi fylgir með leyfunum. Veiðihúsið er 30 m2 A bústaður með eldunaraðstöðu, salerni og svefnaðstöðu. Vatn, gas og rafmagn af geymi fylgir. Umsjónarmenn veiðisvæðisins eru bústjórar að Stóra Ármóti, Hilda Pálmadóttir og Höskuldur Gunnarsson í símum 482-1058 og 897-4766. Veiðileyfin eru seld í Veiðisporti á Selfossi, hjá Búnaðarsambandinu að Austurvegi 1 og hjá bústjórum að Stóra Ármóti. Bændur á Suðurlandi fá 10% afslátt frá listaverði sem er eftirfarandi:
Matarbúrið getur verið fyrirmynd annarra bænda
Í Kastljósinu í gærkvöldi (15. júní) voru bændur að Hálsi í Kjós heimsóttir en þar hefur nú verið opnuð verslun í sveit sem ber nafnið Matarbúrið. Á Hálsi er m.a. búið með holdagripi og má í versluninni kaupa afurðir þeirra, niðursagaða og vacumpakkaða líkt og í öðrum verslunum. Í Matarbúrinu er einnig að finna heimagerðar sultur og fleiri árstíðarbundnar vörur frá þeim sjálfum sem og bændunum í kring.
Baráttan um brauðið
Í sunnudagsblaði Morgunblaðsins um liðna helgi (14. júní) var að finna áhugaverða lesningu sem ástæða er fyrir sem flesta að lesa. Greinin vekur upp spurningar um fæðuöryggi heimsins og minnir stjórnvöld en ekki síður landeigendur á ábyrgð hvers og eins að meta ræktunarland að verðleikum. Það er ekki sjálfgefið að ræktanlegt land sé tekið undir aðra landnotkun en landbúnað þó akkúrat núið geti leyft það. Hvernig verður staðan eftir 10 ár, 20 ár eða þá 50 ár? Greinin í heild sinni er birt hér á eftir ásamt viðtali blaðamanns Morgunblaðsins við Andrés Arnalds fagmálastjóra Landgræðslunnar sem birtist í framhaldinu í sama blaði.
Brenndu tað í mótmælaskyni
Bændur mótmæltu í Frakklandi fyrir sl. helgi, en þeir segja stórar verslanakeðjur þvinga niður afurðaverð til þeirra Hafa þeir reist vegatálma í mótmælaskyni til að hindra aðgang að vöruafgreiðslusvæðum um 40 stórra matvöruverslana víðs vegar um Frakkland. Um 7.000 bændur taka núna þátt í mótmælunum.
Draga má úr lambadauða
Niðurstaða krufningar 318 lamba og 20 áa í Þingeyjarsýslum sýnir að 70-80 prósent lambadauða í burði stafar af fjórum þáttum. Það eru innvortis blæðingar vegna áverka, köfnun, sýking og selenskortur. Sigurður Sigurðarson dýralæknir vann rannsóknina fyrir Búnaðarsamband Norður-Þingeyinga. Hann krufði fé af ríflega 50 bæjum.
Sigurður nefnir að innvortis blæðingar hjá lömbum rétt fyrir burð, í burði eða eftir hann séu meðal algengustu ástæðna lambadauða. Bændur geti dregið úr tjóninu þekki þeir áhættuþættina. Hann segir algengast að lömbin verði fyrir slysi þegar kindurnar ryðjist hver um aðra, út um dyr eða berji hver á annarri. „Kindurnar eru viðkvæmari eftir að byrjað var að rýja að vetrinum og engin ull dregur úr álagi.“
Bætur eftir árás nýborinnar kýr
Hæstiréttur dæmdi í gær bónda til að greiða ungri konu 2 miljónir króna í skaðabætur auk vaxta. Hún meiddist þegar nýborin kýr stangaði hana og traðkaði á henni árið 2002 en hún var þá aðeins 14 ára. Hún hefur fundið til í baki og er varanleg örorka metin 5 prósent.
Kerra valt út í skurð
Súsanna Ólafsdóttir reiðkennari og tamningarmaður og Hyllir frá Hvítárholti voru á leiðinni heim frá kynbótasýningunni á Hellu þegar þau urðu fyrir þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að missa kerruna aftan úr á leiðinni, kerran fór á hvolf út í skurð á 80 km hraða.