Bændaframleiðsla blómstrar hjá Laugu

Egg í lausu, kúfskel frá Þórshöfn, andafita, sólþurrkaður þorskur, strandblaðka og hnúðkál er meðal þess sem finna má á bændamarkaðinum Frú Laugu sem opnaður var við Laugalækinn í Reykjavík síðastliðinn föstudag.

„Við reynum að bjóða upp á vöru sem við sjáum ekki annars staðar,“ segir Arnar Bjarnason sem rekur búðina ásamt konu sinni Rakel. Hefðbundnara grænmeti og kjöt stendur að sjálfsögðu einnig til boða og er ekki annað að sjá en að framtakinu sé vel tekið. Stöðugur straumur gesta liggur í búðina á meðan blaðamaður stoppar og greinilegt að eldra fólk á svæðinu kann vel að meta.


Frú Lauga er opin miðvikudaga til laugardaga og eru aðrir dagar vikunnar notaðir til að afla aðfanga.


back to top