Síðsumarsýning á Gaddstaðaflötum hefst á föstudaginn
Vegna mikilla skráninga mun kynbótasýningin á Gaddstaðaflötum hefjast föstudaginn 13. ágúst.
KS hefur birt afurðaverð sauðfjár
Kjötafurðastöð KS birti fyrir helgina afurðaverð sitt fyrir haustið 2010. Verðskráin er uppbyggð á sama hátt og verðskrá SS sem birt var fyrir skömmu þ.e. verðið er hæst í vikum 36 og 37, fer svo stiglækkandi og verður lægst í vikum 41-43.
Rússar setja útflutningsbann á korn
Í síðustu viku hækkaði verð á korni um ein 70% í Rússlandi og nú hafa Rússar sett á útflutningsbann á korni. Þetta þýðir það að yfirvöld stjórna nú markaðnum með hámarkshagnað í huga. Ástæðan fyrir þessu eru þurrkarnir sem geysa í Rússlandi og Úkraínu en bæði löndin framleiða mikið af því korni sem selt er á heimsmarkaði. Heimsmarkaðsverð á korni hefur hækkað um 50% frá því í júní.
Tvær reglugerðarbreytingar varðandi sauðfjárrækt
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur nýlega gert tvær reglugerðarbreytingar er varða sauðfjárrækt.
Annars vegar varð gerð lítils háttar breyting á reglugerð nr. 550/2008 um flutning líflamba milli landssvæða. Breytingin felst í því að nú er gerð krafa um að þeir sem óska eftir leyfi til að kaupa lömb skv. reglugerðinni þurfa að hafa skráð fjármark.
Ráðherra leitar leiða til að hamla á móti þróuninni
Landbúnaðarráðherra reyndi að koma í veg fyrir það að Arion banki seldi tvö svínabú sem hann eignaðist í byrjun ársins enda telur hann að bankinn og forverar hans beri mikla ábyrgð á alvarlegri stöðu svínaræktarinnar. Hann íhugar aðgerðir til að hamla á móti þessari þróun í samvinnu við aðra ráðherra ríkisstjórnarinnar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Kornþurrkunarstöð við Þjórsá?
Hugmyndir hafa komið fram um að byggja stóra kornþurrkunarstöð við Þjórsá, í tengslum við fyrirhugaðar virkjanir. Unnt er að auka mjög hlut innlendra hráefna í fóðri dýra, ekki síst svína en til þess þarf að stórauka kornrækt í landinu. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.
Síðsumarsýning Gaddstaðaflötum –frestað
Mjög góð þátttaka var á kynbótasýningunni á Gaddstaðaflötum í síðustu viku og hafa því komið óskir um að sýningin sem hefjast átti 9. ágúst verði frestað um nokkra daga. Það hefur því verið ákveðið að vera með tvær dómnefndir að störfum vikuna 16. til 20. ágúst og því trúlegt að þá náist að klára dóma á einni viku. Ef hrossin verða fleiri en svo að hægt sé að ljúka dómum á einni viku hefst sýningin seinnipartinn í næstu viku. Tekið verður við skráningum til mánudagsins 9. ágúst og er það jafnframt síðasti dagur til að ganga frá greiðslum.
Arion-banki selur svínabú
Arion-banki sem átti tvö af stærstu svínabúum landsins eftir gjaldþrot þeirra hefur selt Stjörnugrís, stærsta svínaræktanda landsins búin. Á meðan bankinn rak svínabúin þurfti hann að greiða á annað hundrað krónur með hverju kílói af kjöti frá búunum.
Bændur greiða 12% iðgjald síðari hluta ársinis
Frá og með júlí s.l. innheimtir Lífeyrissjóður bænda 8% mótframlag á móti launþegaiðgjaldi bænda en fram til þessa hafa bændur einungis greitt 4% iðgjald til sjóðsins en ríkissjóður hefur greitt mótframlagið. Þess í stað hafa bændur gefið eftir margs konar kröfur á ríkisvaldið.
Á yfirstandandi fjárlögum er hins vegar framlag ríkisins skert um 45% og því neyðist sjóðurinn til að innheimta mótframlag af bændum. Þetta þýðir kjaraskerðingu sem þessu nemur.
Yfirlit miðsumarsýningar á Gaddstaðaflötum – Hollaröðun
Yfirlit miðsumarsýningar á Gaddstaðaflötum fer fram föstudaginn 30. júlí og hefst stundvíslega klukkan 07:00. Hollaröðunin fylgir hér að neðan;
Yfirlit miðsumarsýningar á Gaddstaðaflötum
Yfirlit miðsumarsýningar á Gaddstaðaflötum fer fram föstudaginn 30. júlí og hefst stundvíslega klukkan 07:00.
Verðbólga mælist nú 4,8% á ársgrunni
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,66% milli júní og júlí og mælist nú 361,7 stig. Þetta er mesta lækkun vísitölunnar síðan í mars árið 1986. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,8%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs lækkað nokkuð eða um 0,6% sem jafngildir 2,3% verðhjöðnun á ári.
SS: Verðlækkun á dilkakjöti er líður á sláturtíðina
Sláturfélag Suðurlands, SS, kynnti í fréttabréfi í síðustu viku verðskrá sína fyrir haustslátrun á kindakjöti. Staðgreiðslu verður haldið áfram, föstudag eftir lok hverrar innleggsviku. Afurðaverðið í dilkakjöti lækkar hins vegar í öllum flokkum um 39,0 kr/kg frá árinu 2009, en verð af fullorðnu stendur í stað.
Miðsumarsýning á Gaddstaðaflötum – Hollaröð
Miðsumarsýning kynbótahrossa á Gaddstaðaflötum fer fram dagana 27. til 30. júlí nk. Skráð hross eru 226 talsins. Dæmt verður frá þriðjudegi til fimmtudags, tvær dómnefndir að störfum, og yfirlitssýning föstudaginn 30. júlí. Verðlaunað er fyrir 5 efstu sæti í hverjum flokki en sá dagskrárliður og kynning efstu hrossa fer fram laugardaginn 31. júlí kl. 14:00, sem hluti af viðburðadagskrá Geysismanna á Stórmóti þeirra um verslunarmannahelgina.
Farið verður að óverðtryggðum vöxtum Seðlabanka Íslands
Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í morgun að vextir á lánum sem báru gengistryggingu, sem Hæstiréttur dæmdi ólögmæta 16. júní sl., eigi að vera óverðtryggðir vextir Seðlabanka Íslands frá lántökudegi. Um var að ræða prófmál og mjög líklegt er að málinu verði áfrýjað fyrir Hæstarétt.
Nýtt riðutilviki í Árnessýslu
Riðuveiki hefur verið staðfest í einni kind á bænum Hurðarbaki í Flóahreppi. Grunur vaknaði vegna sjúkdómseinkenna í einni kind og voru sýni send á Tilraunastöðina að Keldum, þar sem riðuveiki var staðfest. Riðuveiki greindist fyrst í Flóanum árið 2006. Áður hafði hún greinst bæði í Ölfusi og Hrunamannahreppi.
Kynbótasýning Gaddstaðaflötum í júlí
Auka kynbótasýning verður á Gaddstaðaflötum við Hellu vikuna 26. júlí til 30. júlí. Þeir sem nú þegar hafa fært hross yfir á þá sýningu verða að vera í sambandi til að staðfesta þær skráningar eigi síðar en 21. júlí, þó svo þegar hafi verið greitt fyrir hrossin. Tekið verður við skráningum á þessa sýningu dagana 20. og 21. júlí í síma 480-1800 eða á netfangi hross@bssl.is. Ganga verður frá greiðslu eigi síðar en miðvikudaginn 21. júlí. Hross sem ekki hefur verið greitt fyrir á tilsettum tíma verða ekki skráð til sýningar.
Kúabændur ekki ánægðir með breytingar á reglum um aðilaskipti greiðslumarks
Sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneytið gaf út í vikunni reglugerð um breytingar á reglugerð um markaðsfyrirkomulag við aðilaskipti að greiðslumarki mjólkur á lögbýlum. Þar er tekinn af allur vafi á að reglugerðin taki ekki til eigendaskipta að lögbýlum með greiðslumark, að kaup- og sölutilboð skuli berast til MAST eigi síðar en 25. maí og 25. nóvember, svo sannreyna megi tilboðin áður en markaður er haldinn þann 1. næsta mánaðar. Einnig er bætt við grein um að kauptilboðum skuli fylgja bankaábyrgð.
Verð á umframmjólk frá 1. júlí 2010
Stjórn Auðhumlu svf. hefur ákveðið að verð á umframmjólk greiðslumarkstímabilið 2009 -2010 verði sem hér segir frá 1. júlí 2010:
Greitt verði fyrir umframmjólk (mjólk umfram greiðslumark), sem er ígildi 1,5% af 16 mánaða greiðslumarki hvers og eins kr. 40,- á lítra. Allir greiðslumarkshafar hafa hlutfallslega sama rétt til að framleiða þessa mjólk.
Yfirlitssýning á Gaddstaðaflötum færð til föstudagsins 2. júlí
Sökum afar óspennandi veðurspár fyrir morgundaginn hefur verið ákveðið að færa yfirlitssýningu á Gaddstaðaflötum yfir á föstudaginn 2. júlí. Dagskrá og röð flokka er óbreytt frá fyrri auglýsingu; byrjað á slaginu 9:00 á 7v. og eldri hryssum.






